Aldís greindi frá gleðitíðindunum á Instagram.
„Höfum ákveðið að 15. október var 4 ára afmælið okkar. Ólíkt árunum þegar upphaf sambanda var markað með “viltu vera kærasta/kærasti minn?” þá var óljóst hvenær þetta “fullorðins” samband hófst. Eftir mikla reikninga og rökfærslur sammældumst við að lokum,“ sagði Aldís.
„Til hamingju með 4 ára afmælið við! Sambandsafmæli eru æði!“
Parið fagnaði deginum með því að elda fimm rétta jólaveislu fyrir Gestgjafann. „Megið byrja að slefa,“ sagði Aldís.
View this post on Instagram