fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 15:00

Þjónninn gefur þessi fjögur ráð. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur þjónn á veitingastað segir að staðurinn vilji ekki að fólk píni ofan í sig vondan mat. Frekar að elda nýjan rétt og viðskiptavinurinn fari ánægður út. Þetta er á meðal ráða sem þjónninn gefur gestum veitingastaða.

„Sem þjónn/host á veitingastað hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá, og datt í hug að pósta hérna með von um að einhver sjái þetta og læri af því,“ segir þjónninn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Hefur færslan fengið mikla athygli.

Börn eru gestir

Fyrsta ráðið sem hann gefur er að þegar  pantað er borð fyrir ákveðinn fjölda af fólki þá eigi að telja börn með í heildartölunni.

„Veitingastaðir eru oft með einhver ódýrari verð fyrir börn, og oft jafnvel ókeypis ef það er hlaðborð og börnin eru yngri en 6 ára, en það breytir því ekki að börnin þurfa samt að fá sæti,“ segir hann.

Ef pantað er borð fyrir 6 manns en svo mæta 6 fullorðnir og 6 börn þá er ekkert sem veitingastaðurinn geti gert ef staðurinn er fullbókaður og ekki sé til nógu stórt borð.

Ekki hringja á matmálstímum

Annað ráðið varðar borðapantanir. Það er hvenær sé best að hringja til að panta borð.

„Á matmálstímum (11-14 & 18-20) eru Veitingastaðir með fullt af fólki sem er að bíða eftir mat eða þjónustu, það er bæði truflandi fyrir staðinn og tillitslaust gagnvart öðrum gestum að hringja á þessum tímum til að panta borð margar vikur fram í tímann eða fá upplýsingar um gjafabréf,“ segir hann. „Þið fáið bæði betri þjónustu og meiri sveigjanleika ef þið hringið á öðrum tímum.“

Í dag sé einnig hægt að senda öllum veitingastöðum tölvupóst með fyrirspurnum.

Ekki pína þig

Þriðja ráðið varðar matinn sjálfan. Það er að fólk eigi ekki að vera að pína vondan mat ofan í sig.

„Ef eitthvað er að matnum hjá ykkur, þá vilja veitingastaðir ekki að þú pínir í þig matinn og færir svo óánægð/ur út,“ segir hann. „Veitingastaðir vilja að þú færir ánægð/ur út, og munu vinna með þér til að laga vandamál sem koma upp, hvort sem það þýðir að útbúa nýja máltíð fyrir þig eða bjóða þér ókeypis desert.“

Panta fyrir stærri hópa

Fjórða og síðasta ráðið varðar stærri hópa og borðapantanir. Það er að fyrir stærri hópa, 6 manns eða fleiri, þá sé best að panta borð.

„Fyrir stærri hópa þarf oft að ýta saman minni borðum til að búa til stór borð, en ef þeir reikna ekki með stærri hópum þá er kannski ekki hægt að koma öllum fyrir á sama borði jafnvel þótt það séu nóg af borðum laus,“ segir þjónninn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“

Hélt hún myndi deyja – „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst fyrir einhvern eins og mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“