Að frysta brauð áður en það er ristað gæti haft óvæntan heilsufarslegan ávinning, ástæðan er svokölluð „mótstöðusterkja“ (resistant starch).
Þegar brauð er borðað ferskt meltist meirihluti sterkjunar í smáþörmum og breytist í glúkósa sem hækkar blóðsykur. En þegar brauð er kælt eða fryst fer af stað ferli sem breytir hluta sterkjunnar og gerir það að verkum að hún meltist ekki að fullu í smáþörmum, heldur ferðast áfram í ristilinn þar sem hún verður að fæðu fyrir góðar þarmabakteríur. Við það myndast stuttar fitusýrur, eins og bútýrat, sem styrkja slímhúð meltingarvegarins og geta dregið úr bólgum.
Rannsóknir sýna að fryst og ristað heimabakað brauð veldur minni blóðsykurshækkun en ferskt brauð. Áhrifin eru þó minni hjá verksmiðjuframleiddu brauði vegna aukefna og vinnslu sem truflar sterkjumyndunina.
Ávininningurinn er vissulega hóflegur en það virðist vera að það sé örlítill ávinningur af því að frysta brauð áður en það er ristað.