fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. október 2025 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun september greindi DV frá því að TikTok myndband af Yrsu Lalíu, þá sjö mánaða, að fá gleraugu, væri komið með yfir 116 milljón áhorf.

Sjá einnig: 116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða

Síðan þá hafa áhorfstölurnar bara hækkað, og eiga líklega eftir að hækka enn meira því ein af þeim sem deilt hafa myndbandinu síðasta sólarhring er bandaríska tónlistarkonan Britney Spears.

„Barn sér í fyrsta skiptið!!!“ skrifar Britney við færslu sína á Instagram og tagga TikTok aðgang Kristjönu Rutar. Britney sjálf er með 42 milljón fylgjenda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by XILA MARIA RIVER RED (@britneyspears)


Kristjana Rut Atladóttir, þrítug, er móðir Yrsu Lalíu, sagði við DV í byrjun september að viðbrögðin við myndbandinu hefðu komið henni gríðarlega á óvart. Hún hefði verið með um 1700 fylgjendur, allt Íslendinga og aðallega birt myndbönd af fjölskyldulífinu og af sjálfri sér í matargerð og bakstri. Hún býr með barnsföður sínum, Daníel Jóhanni, og dætrum þeirra, Eivör Lalíu, tveggja ára, og Yrsu Lalíu, sjö mánaða.

Margir hafa furðað sig á hvernig er hægt að mæla sjón hjá svona ungu barni.

„Með því að setja dropa í augun og mæla með sjóntæki,“ segir Kristjana Rut, sem hefur birt annað myndband til að sýna hvaða hreyfing dóttur hennar gaf til kynna að hún þyrfti á gleraugum að halda. Um fimm mánaða hafi hún byrjað að beygja höfuðið til hliðar. Í kjölfarið hafi foreldrunum verið vísað til augnlæknis sem greindi Yrsu Lalíu með +7 í fjærsýni. Þar sem sjón ungbarna breytist ört þarf hún að koma í sjónmælingu aftur eftir hálft ár.

@tiktokkrissa Replying to @Berklawg ♬ original sound – Kris


Kristjana Rut segist hafa vaknað upp við fjölda skilaboða, og að Britney hafi deilt myndbandinu hennar.

@tiktokkrissa♬ original sound – Kris


Hér er myndbandið af Yrsu Lalíu að fá gleraugu, en áhorf er komið í 140,7 milljónir.

@tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound – Kris

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“