fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Fókus
Miðvikudaginn 8. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ester Soffía Jóhannsdóttir er 43 ára móðir af Snæfellsnesi. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Hún ólst upp á Rifi hjá foreldrum sínum og með þremur systkinum. Barnæskan var góð og hún var frjáls.

„Þegar ég var fimmtán ára lenti ég í mínu fyrst áfalli og það sneri öllu á hvolf. Fjórir strákar sem voru í árgangi með stóra bróður mínum nauðguðu mér,“ segir hún.

Eftir brotið fór Ester inn í skel og var lögð í einelti eftir að faðir hennar vildi kæra gerendurna og það er oft erfitt í litlum samfélögum þar sem allir þekkja alla.

„Ég fór að flýja samfélagið og fara út af beinu brautinni. Ég fann mig loksins tilheyra einhverjum hópi sem var samsettur af eldra fólki sem notfærði sér litlar og brotnar stelpur,“ segir Ester.

„Þegar ég vaknaði voru strákarnir mínir farnir“

Ester fór inn í meðferð nítján ára og var edrú í sex ár og eignaðist tvö börn áður en leiðir hennar og barnsföður hennar skildu.

„Ég fríkaði bara út og fór að djamma um helgar og eitt skiptið eftir djamm bað ég pabba þeirra að fara með þá beint í leikskólann á mánudeginum. Hann kom með þá á sunnudeginum og ég ætlaði að halda mér vakandi en sofnaði í sófanum. Þegar ég vaknaði voru strákarnir mínir farnir,“ segir hún.

Sonur hennar lenti í sértrúarsöfnuði

Við tóku erfið ár og ýmis verkefni og hafa síðustu misseri verið sérstaklega þung.

Yngri sonur Esterar festist í klóm ofsatrúarhóps á netinu, hóps sem heilaþvær fólk sem er veikt fyrir og fær það til að gera það sem það vill.

„Þessi „biskup og prestar“, eins og þeir segjast vera, kenna fólki að öll önnur trú en þeirra sé villitrú,“ segir hún.

Hún segir að þetta trúarofbeldi hafi orðið til þess að besti vinur sonar hennar hafi fallið fyrir eigin hendi.

„Þetta er stórt vandamál“

Fyrir um hálfu ári síðan, snemma árið 2025, hringdi sonur Esterar í hana og bað um hjálp. Hann hafði verið í geðrofi í heilt ár og afar illa staddur. Hann bjó í Noregi og kom heim illa vannærður vegna skipana um að fasta og að setja peningana sína í þennan sértrúarsöfnuð.

Hann komst inn á geðdeild og við tók mikil barátta. „Þetta er stórt vandamál sem við erum ekki meðvituð um hér heima en verðum að opna augun og fylgjast með,“ segir Ester.

Hlustaðu á þáttinn með Ester hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“