fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Stórstjarnan lækkaði verðið og seldi loksins villuna

Fókus
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow seldi nýlega hús sitt í Los Angeles fyrir 22 milljónir dollara. Eignin var fyrst sett á sölu í maí 2024 og var verðmiðinn þá 29,99 milljónir dala. Paltrow lækkaði svo verðið í 24,9 milljónir dala í október síðastliðnum.

Húsið er 743 fm og var byggt á fimmta áratug síðustu aldar og enduruppgert í kringum 2009. Húsið er á tveimur þriðju hektara lóð í Mandeville Canyon, sem er hluti af hinu glæsilega Brentwood-hverfi. Há limgerði og gamalgróin tré kringum húsið tryggja mikið næði. Í húsinu eru meðal annars sex svefnherbergi, stórt eldhús með tvöföldu helluborði og viðarofni og hárri lofthæð, stórum gluggum og svörtum flísum á gólfi.

Í gestahúsi er eitt svefnherbergi auk skrifstofu, líkamsræktarstöðvar, vínkjallara, kvikmyndahúss og leikherbergis.

Paltrow keypti húsið fyrir 9,95 milljónir dollara árið 2012 með fyrrverandi eiginmanni sínum Chris Martin, söngvara Coldplay. Vill Paltrow nú minnka við sig vegna þess að börnin, dóttirin Apple, 20 ára, og sonurinn Moses, 18 ára, eru að fullorðnast. Paltrow skráði heimilið á sölu í sama mánuði og Moses útskrifaðist úr menntaskóla. Eftir að Paltrow giftist framleiðandanum og rithöfundinum Brad Falchuk árið 2018 fluttu hann og börnin hans tvö einnig inn á heimilið. Paltrow á einnig eign í Montecito í Kaliforníu, og heimili í Amagansett í New York. Hyggjast hún og eiginmaðurinn nú skipta tíma sínum á milli Montecito, New York og kannski þriðja heimilis í Los Angeles

Þó að heimili hennar í Brentwood hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna gróðureldana í Los Angeles, lofaði Paltrow nýlega tveimur milljónum dala greiðslu í björgunarstarf.

„The Palisades og Altadena – þau eru meira en hverfi, þau eru samfélög sem skilgreina hvað það þýðir að tilheyra,“ skrifaði hún á Instagram fimmtudaginn 16. janúar.

„Hvert hús er griðastaður og til vitnis fólksins sem gerði það að heimili. Hvert líf er alheimur. Það er meira að gera en það er að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum