fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa

Fókus
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:15

Sjórinn dynur á ferðamönnum í Reynisfjöru. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona sem leitar ráða í Facebook-hópi sem ætlaður er fyrir ráðleggingar til handa þeim sem hyggja á Íslandsferð ber sig afar illa. Konan segir að til hafi staðið að hún færi til Íslands í haust ásamt kærastanum sínum til að halda upp á afmælið hennar. Hún segir hins vegar ferðina vera í uppnámi. Kærastinn hafi einfaldlega látið sig hverfa. Hann ætli bersýnilega ekki með henni til Íslands og hún sé afar smeyk við að fara ein.

Konan segir í færslunni að hún hafi bókað flug til Íslands og hótelgistingu. Kærastinn hafi sagst ætla með henni en hann hafi aldrei keypt sér flugmiða til Íslands og segist konan í raun hafa átt að vita betur en að búast við því að hann myndi standa við orð sín. Kærastinn hafi einfaldlega látið sig hverfa og svari ekki skilaboðum hennar (e. ghosted). Þótt sambandinu hafi ekki formlega verið slitið þá virðist konan telja það ljóst að það sé á enda:

„Ég er tilfinningalega eyðilögð og nú til viðbótar við það stend ég frammi fyrir því að fara ein í þessa ferð. Það er ekki hægt að fá flugfarið og hótelgistinguna endurgreidd. Ég er fráskilin, á fimmtugsaldri og er ekki hrifin af því að ferðast ein utan Bandaríkjanna. Barnið mitt má ekki missa neitt úr skóla og enginn af vinum mínum getur komið með. Ég vil ekki keyra ein í erlendu landi,“ skrifar konan og óskar að lokum eftir ráðleggingum um hvaða ferðir á vegum á ferðaþjónustuaðila sé best að bóka sig í og einnig óskar hún eftir hvers kyns hugmyndum fyrir einhleypa konu sem er ein á ferð á Íslandi.

Rómantísk gamanmynd

Fjölmargar athugasemdir eru ritaðar við færslu konunnar þar sem hún er hvött til dáða og ráðlagt að hika ekkert við að fara ein til Íslands:

„Þetta hljómar eins og byrjunin á rómantískri gamanmynd. Ég vona að þú farir og verðir ástfangin af myndarlegum heimamanni.“

Konan svarar þessari athugasemd og segir þetta ólíklegt en hún sé ánægð með þessa hugsun.

„Þetta er spá. Þú ferð og munt elska það. Hin ótrúlega fegurð og glæsileiki Íslands mun ýta öllum vandræðum þínum til hliðar.“

„Láttu ekki skítseiðið eyðileggja ferðina fyrir þér.“

Fjöldi kvenna tekur til máls í athugasemdum og segir það alveg óhætt fyrir konur að ferðast einar á Íslandi og sumar hvetja konuna til að vera ekkert feimin við að leigja sér bíl og keyra sjálf.

Ein kona segist hafa upplifað sams konar aðstæður og segir að ferðalagið muni gera henni gott.

Konunni er bent á ýmsar ferðir ferðaþjónustuaðila sem mælt er með og einnig er henni ráðlagt að fara í sund.

Ein kona segist hafa upplifað það sama og ráðlegging hennar er einföld:

„Ég fór ein til Íslands á síðasta ári, hálfu ári eftir að ég hætti með kærastanum mínum. Það var það besta sem ég hefði getað gert … Farðu í ferðina, gerðu þér grein fyrir að þinn fyrrverandi er algjört skítseiði, skemmtu þér stórkostlega og leyfðu sjálfri þér að verða ástfangin af Íslandi. Það er stórkostlegt land og þú munt elska það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Í gær

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“
Fókus
Í gær

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“

Eiginmaður Birnu situr inni á Litla-Hrauni – „Ég vildi að ég hefði vitað betur en að fara með börn í heimsókn á þessa staði“
Fókus
Í gær

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu

Guðrún Ósk upplifði mikla hjartasorg þegar hún þurfti að klára fæðinguna á sjúkrahúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi