fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fókus

Imane Khelif eins og þú hefur aldrei séð hana áður – Birti nýjar myndir á samfélagsmiðlum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 18:30

Khelif vann gullið á ólympíuleikunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein umtalaðasta manneskjan á nýliðnum ólympíuleikum er alsírska hnefaleikastjarnan Imane Khelif. Eftir bardaga hennar við hina ítölsku Angelu Carini var hún ranglega sökuð um að vera karlmaður að keppa í kvennaflokki á ósanngjarnan hátt.

Hingað til hafa nær eingöngu verið birtar myndir af Khelif í keppnisbúningi eða í íþróttafatnaði. En eftir að hún vann gullið fór hún í myndatöku sem sýna okkur allt aðra mynd af henni. Myndirnar birti hún á samélagsmiðlum.

Á myndunum má sjá Khelif með slegið hár, farða og varagloss. Er hún klædd í blómakjól eða blússu og með bleika blómaeyrnalokka og vitaskuld ólympíugullið sem hún vann í París hangandi um hálsinn.

Eins og DV greindi frá í vikunni þá ætlar Khelif ekki að taka því hatri og rangfærslum um hana þegjandi. Lagði hún fram kæru á hendur J.K. Rowling, Elon Musk og fleirum sem hafa látið gamminn geysa á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Saksóknari í Frakklandi rannsakar málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún Svava um frægðina: „Nennirðu að byrja á OnlyFans?“

Guðrún Svava um frægðina: „Nennirðu að byrja á OnlyFans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hálfbróðir Eminem bregst við fráfalli móður þeirra með harðorðri færslu

Hálfbróðir Eminem bregst við fráfalli móður þeirra með harðorðri færslu