Hann ætlaði fyrst að „hverfa“ í 90 daga. Síðan sagðist hann ætla að koma til baka í júlí en nú hefur hann seinkað endurkomunni enn frekar en samkvæmt bio á Instagram ætlar hann að snúa aftur á samfélagsmiðla í október.
Athafnamaðurinn leggur mikið upp úr því að rækta andlega og líkamlega heilsu. Í janúar sagðist hann ætla að „hverfa“ í 90 daga, vakna fyrir allar aldir, æfa eins og brjálæðingur, borða hollt – eða jafnvel ekkert í sólarhring í senn – og sjálfsfróun fór einnig á bannlistann.
Það er samt spurning hvort að hann hafi haldið áfram að framfylgja þeim boðum og bönnum eða hvort það hafi bara verið samfélagsmiðlapásan sem hafi haldið áfram.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Nökkvi kallaði þetta: „Operation: Disappear“ og sagðist hann ætla að gera eftirfarandi í allavega 90 daga: