fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fókus

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 12:34

Aníta Ósk Georgsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Ósk Georgsdóttir er að læra að lifa upp á nýtt eftir að hafa verið greind með geðhvörf. Hún fékk greininguna eftir að hafa farið í fyrsta sinn í maníu í október 2022. Hún var þá stödd á Ítalíu með samstarfsfélögum sínum og endaði örmagna á sjúkrahúsi.

Það var mikið áfall að fara í maníu og missa stjórnina en með aðstoð sálfræðings vinnur Aníta úr reynslunni og lítur björtum augum fram á veginn.

Aníta er nýjasti gestur Fókuss, spjallþætti DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. 

video
play-sharp-fill

Þú getur líka hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Aníta var greind með þunglyndi og kvíða þegar hún var fjórtán ára. Stuttu eftir að hún varð þrítug fór hún í fyrsta skipti í maníu og var í kjölfarið greind með geðhvarfasýki 1. Hún ræddi ítarlega um Ítalíu-ferðina í þættinum og má lesa nánar um það hér.

Sjá einnig: Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

„Svo hef ég alltaf verið að glíma við þennan kvíða […] Það hefur verið heilandi fyrir mig að skrifa niður, skrifa hugsanir mínar. Deila einhverju sem ég sé og ég fór að nota Hennar heimur svolítið í þetta,“ segir Aníta.

Aníta heldur úti síðunni Hennar heimur, bæði á Instagram og Facebook, þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með daglegu lífi hennar í veikindaleyfi, kemur til dyranna eins og hún er klædd, opnar sig um tilveruna að vera með geðhvörf, bataferlið og birtir hvetjandi skilaboð.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

Áfall að missa stjórnina

„Ég varð fyrir áfalli eftir þetta og það kom ekkert í ljós fyrr en núna. Ég er að gera upp þessa maníu. Manneskja eins og ég sem er alltaf við stjórnina og þarf alltaf að hafa stjórn á öllu. Ég er mjög ábyrg, stundvís og með allt mitt á hreinu, ótrúlega skipulögð, en þú verður gjörsamlega ólík sjálfri þér þegar þú ferð í maníu. Þú eyðir pening, sefur lítið, borðar lítið sem ekkert,“ segir Aníta.

„Ég hef verið að glíma við kvíða núna því traumað er svolítið að hellast yfir mig núna.“

Lærir lífið upp á nýtt

Aníta er í geðhvarfateymi Landspítalans og segir vel haldið utan um hana þar.

„Ég hef þurft að læra lífið upp á nýtt því eftir þetta fór ég að passa mig, eins og að að vera ekki að hlæja of hátt, tala of mikið, labba of hratt, borða of hratt, muna eftir hinu og þessu. Ég var svolítið að passa mig og var að draga úr því hver ég er. Það var erfitt að þurfa að bæla sig svona niður og ég gerði það sérstaklega í vinnunni,“ segir Aníta.

„Ég er núna að vinna með sálfræðingnum mínum að ögra mér, að prófa að hlæja hátt og labba hratt. Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu.“

Aníta er að læra inn á sjálfa sig og þekkir einkennin ef hún byrjar að sýna maníska hegðun, þá getur hún hækkað lyfjaskammtinn og rætt við sálfræðinginn sinn.

„Ég er líka með tilhneigingu til þunglyndis [og það versnaði eftir maníuna]. Ég var að fara upp í rúm klukkan hálf níu, níu, bara vafði mig inn í sæng, horfði á þætti og svaf kannski í tólf tíma. Vaknaði ótrúlega þung. Gerði þetta kvöld eftir kvöld því ég var að vefja mig inn í einhvern bómull. Mér leið bara ekki vel. Þetta áfall var alltaf að banka upp á og ég var alltaf að fara yfir söguna mína, hvernig ég var [á Ítalíu] og hvað gerðist. Ég var líka að spá í því hvernig ég hagaði mér á hverjum degi. Þannig ég er að ögra mér núna og er að deila inni á Hennar heimur. Alls konar, bara því sem mig langar að deila og reyna að passa mig að vera ekki að hugsa um hvað öðrum finnst.“

Aníta ræðir nánar um lífið, bæði fyrir og eftir greiningu, bataferlið og fleira í Fókus. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Anítu á Hennar heimur, bæði á Instagram og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“
Hide picture