fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Fókus

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. maí 2024 17:30

Umbreytingin á Söruh er mögnuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræðalegt atvik í flugvél á leiðinni til Íslands var ástæðan fyrir því að Sarah Speight ákvað að fara í magaermis aðgerð. Hún hefur misst um 70 kíló á rúmu ári.

„Ég var að fara til Íslands og ég þurfti að sitja við gluggann af því mér fannst svo vandræðalegt að biðja um framlengingu á öryggisbeltinu,“ segir hin breska Sarah við dagblaðið Manchester Evening News. „Ég þurfti að þykjast líta út fyrir að beltið mitt væri fast þegar það var það ekki.“

Kramin í sætinu

Hin 35 ára gamla Sarah var í mikilli yfirvigt og vó um 160 kíló. Hún hreyfði sig lítið og át að mestu leyti pizzu, súkkulaði kökur og McDonalds hamborgara. Hún gat ekki fest öryggisbeltið utan um sig í flugvélinni.

„Þegar flugþjónninn kom hélt ég beltinu yfir mig og þóttist hafa það fast. Þetta var alveg hræðilegt. Ég sá að ég væri sú eina sem var kramin í sætinu mínu. Ég gat ekki hreyft fótleggina. Ég var að leka yfir í næsta sæti. Ég man eftir að hafa hugsað um hvað þetta var vandræðalegt og ég gæti þetta ekki meira.“

Forðaðist alla

Sarah hafði reynt alla megrunarkúra í bókinni en enginn af þeim hafði virkað. Henni fannst grænmeti vont á bragðið og gat ekki fengið sig til að hreyfa sig. Fyrir utan þessa skelfilegur lífsreynslu í flugvélinni þá hafði hún nýlega verið sett á blóðþrýstingslyf.

„Ég varð að kaupa öll mín föt á netinu í verslunum sem seldu stærri föt og ég hafði ekki mikið úrval til að velja um. Ég varð að kaupa það sem ég komst í en ekki það sem ég vildi klæðast. Ef ég á að vera hreinskilin þá átti ég ekki mikið líf. Ég hataði að fara út fyrir hússins dyr og forðaðist allan félagsskap,“ segir Sarah. „Ég missti mikið af vinum af því að ég sinnti engum vinskap. Ég sat bara heima og forðaðist samskipti við alla.“

Eitthvað varð að gerast

Eftir atvikið í flugvélinni ákvað hún að nú yrði eitthvað að gerast. Hún ákvað að fara í magaermisaðgerð. Það var ekki ódýrt því að hún ákvað að gera það á einkastofu.

„Ég hefði sennilega getað farið í gegnum NHS (breska heilbrigðiskerfið) en biðlistinn á mínu svæði var fimm ár í það minnsta. Ég hefði líka þurft að missa mikla þyngd áður sem ég gat ekki gert og ég hefði líka þurft að fara í tíma í hverri viku sem ég vildi ekki gera,“ segir Sarah.

Gjörbreytt líf

Hún fór í aðgerðina í Stockport í febrúar árið 2023. Eins og áður segir hefur hún misst um 70 kíló síðan þá. Mataræðið er komið í jafnvægi og Sarah fer í líkamsrækt tvisvar á dag.

„Þetta gjörbreytti lífi mínu,“ segir Sarah. „Nú á ég vini og elska að fara í ræktina sem ég bjóst aldrei við. Sjálfstraustið er í botni. Allt er frábært.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svali var stoppaður af lögreglu fyrir að fara út með ruslið með syni sínum – „Þetta var gjörsamlega súrrealískt“

Svali var stoppaður af lögreglu fyrir að fara út með ruslið með syni sínum – „Þetta var gjörsamlega súrrealískt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Freyr hefur þurft að læra að lifa með sorginni – „Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur“

Freyr hefur þurft að læra að lifa með sorginni – „Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur“