fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Fókus
Fimmtudaginn 16. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinur drottningar segir að það sé krónprinsinn Vilhjálmur sem standi í veg fyrir sættum milli yngri bróður síns og föður. Bræðurnir eigi jafn mikla sök á stöðunni sem upp er kominn innan bersku krúnunnar.

Blaðakonan Petronella Wyatt er ágætis kunningi Kamillu Bretadrottningu. Hún skrifar í nýlegum pistli að Harry Bretaprins hafi verið gerður að blóraböggli. Hann sé sakaður um að hafa sundrað bresku konungsfjölskyldunni með því að viðra þeirra einkamál á götum úti, fyrir alla sem vilja heyra.

Eins og þekkt er sagði Harry skilið við konunglegar skyldur er hann flutti ásamt konu sinni, Meghan, til Bandaríkjanna. Þetta gerðu hjónin eftir að stöðugar árásir fjölmiðla á Meghan sem freistuðu þess að mála hana upp sem einhverja Grýlu. Eins hafi Meghan mætt fordómum innan konungsfjölskyldunnar. Eftir flutningin hafa hjónin reynt að hefja nýtt líf á eigin forsendum en til að koma sér á kortið í Bandaríkjunum ákváðu þau að tala opinskátt um lífið í konungshöllinni, bæði það góða og það slæma. Þau mættu í frægt viðtal til Oprah, gerðu þætti á Netflix, hlaðvarp og gáfu út bók, svo fátt eitt sé nefnt.

Konungsfjölskyldan hefur í gegnum tíðina verið íhaldssöm og kappkostað að halda sínum einkamálum innan veggja hallarinnar. Þessi fjölmiðlaleikur Harry og Meghan var því köld tuska framan í fjölskylduna og varð Harry óformlega útskúfað í kjölfarið.

Árin hafa svo liðið og ekki fer framhjá neinum að samskiptin milli Harry og fjölskyldu hans eru stirð.

Petronella segir þó að eldri bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, megi líta í eigin barm. Hann beri líka ábyrgð í þessum deilum. Petronella vitnar í fyrrum embættismann innan hallarinnar sem starfaði um tíma bæði fyrir Harry og Vilhjálm. Sá segi að það sé algengur misskilningur að Harry sé erfiðari bróðirinn. Vilhjálmur sé mun erfiðari og það sé Vilhjálmur sem komi í veg fyrir að Karl Bretakonungur sættist við yngri son sinn.

Vinur Vilhjálms og eiginkonu hans, Katrínar prinsessu, segir í samtali við DailyBeast að það sé mikið til í grein Petronellu.

„Það er nokkuð til í þessu hjá henni, þó að það myndi reyndar ekki  hvarfla að Vilhjálmi að segja föður sínum fyrir verkum hvað Harry varðar. En það er líka rétt að Karl setur samstöðu innan krúnunnar í fyrsta sæti. Út af andstöðu Vilhjálms við Harry þá getur Karl ekki beint rúllað út rauða teppinu og boðið Harry og fjölskyldu í heimsókn í sumar. Sama hversu mikið honum kannski langar að gera slíkt“.

Konungurinn hafi vissulega orðið sár þegar Harry fór að ráðast gegn fjölskyldu sinni með opinberum hætti. Sérstaklega öll þau skot frá prinsinum sem beindust að drottningunni. En Karl sé þó tilbúinn að fyrirgefa. Petronella segir að staðan sé orðin sú að Harry hafi rétt fram sáttarhönd en Vilhjálmur slegið hana frá sér.

Framkoma Vilhjálms í garð litla bróður síns sé orðin ómannúðleg. Petronella segir að bræðurnir þurfi að sættast hið fyrsta. Konungsfjölskyldan sé spegill fyrir aðrar fjölskyldur í Bretlandi og sundruð fjölskylda, rétt eins og sundraður stjórnmálaflokkur, er haldin áberandi veikleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi