fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

„Ef ég hefði farið ein upp á spítala hefði ég verið send heim og ég hefði dáið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 19. maí 2024 19:59

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hér að neðan getur þú horft á brot úr þættinum en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Guðbjörg á langa áfallasögu að baki. Hún varð fyrir tengslarofi sem barn og litaði það sambönd hennar á fullorðinsárum. Eftir margra ára edrúmennsku byrjaði Guðbjörg með karlmanni sem hún taldi vera besta vin sinn og ástina í lífi sínu. Þegar bera fór á brestum í glæstri ásýndinni sem hann málaði fyrir hana reyndi Guðbjörg að hunsa þá en martröðin var rétt að byrja.

Sjá einnig: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Guðbjörg reyndi að bæla sársaukafulla minningu niður en eftir nokkur ár gat hún það ekki lengur. Hún ætlaði að vinna úr áfallinu en það var of erfitt. Hún fékk sér í glas og rankaði við sér tveimur vikum seinna, nær dauða en lífi.

Áföll á bak við fíknivanda

Guðbjörg byrjaði ung að drekka og neyta fíkniefna en varð edrú snemma á fullorðinsárum og var það í mörg ár. „Ég átti eitt stutt fall þarna á milli og var svo edrú þangað til árið 2019,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hennar reynsla sé á meðferðarstofnunum og öðrum úrræðum segir Guðbjörg: „Mér finnst Vogur einblína allt of mikið bara á alkóhólismann, það eru áföll þarna á bak við, það eru svo margir þættir […] Eins og fyrir konu sem hefur orðið fyrir miklu kynferðisofbeldi þá er allt í einu búið að taka deyfilyfið af þeim og þær vita að þær eru að fara á fundi. Þær eru ennþá með sársaukann, það þarf líka að taka á því. Og líka fyrir karlmenn, það má ekki gleyma að karlmenn lenda líka í einhverju […] Það þarf að taka á þessu svona heildrænt.“

Reyndi að afeitra sig heima

Guðbjörg reyndi að afeitra sig sjálfa heima en eftir þrjá daga var ástandið orðið skelfilegt og hún farin að sjá ofsjónir.

„Ég fékk hjálp á Landspítalanum en ég var búin að ganga á veggi í marga mánuði […] Ég var nær dauða en lífi, var í tremma með ofsjónir og ég hefði bara dáið um nóttina. Eins og var sagt við mig: „Guðbjörg, líkami þinn er búinn.“ Öll steinefni voru búin í líkamanum, ég var ekki búin að borða neitt, ég vissi varla neitt […] hvíldarpúlsinn var yfir 200, ég var bara að fá hjartaáfall, ég var bara að deyja,“ segir hún og bætir við að hún hugsi oft um að þarna hafi hún fengið annað tækifæri til að lifa.

„Ég kom þarna inn [á geðdeild] og það var bara haldið að ég væri undir áhrifum,“ segir Guðbjörg.

Góður vinur hennar kom með henni og stóð þétt við bak hennar. „Hann sagði: „Nei hún er ekki að drekka, hún er ekki búin að drekka í nokkra daga.“ Ég var að reyna að afeitra mig ein heima. Þetta var dagur þrjú og ég var komin með ofsjónir.“

Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir.

„Ég vissi aldrei hvað væri að mér

Guðbjörg lýsir dögunum á undan. „Fyrsta nóttin var hræðileg, þá næstu var ég í krampa, ég kastaðist til í rúminu, eins og ég væri með rafstraum út um allt […] Svo þriðja daginn var fólk farið að elta mig heima og ég ætlaði samt ekki upp á spítala. Alveg sama hvað, út af því það var svo oft búið að senda mig… áður en neyslan tók yfir, ég vissi aldrei hvað væri að mér, ég vissi bara að ég væri reið og þunglynd, ég var búin að reyna að fyrirfara mér nokkrum sinnum og mér leið alltaf eins og mig langaði að skríða út úr skinninu mínu. En ég var ekki nógu veik til að fara í þunglyndis- og kvíðateymið. Ég átti að fara á heilsugæsluna og ég er enn að bíða. Þegar maður er með svona gapandi sár og áfall sem er að banka og biðja mann um að hleypa sér út, og brýst út í þessu, þá endar þetta með skelfingu,“ segir hún.

„Þegar ég kom þarna á þriðja deginum þá ætluðu þau að senda mig út en vinur minn tók stjórnina og sagði þeim alla mína sögu. Og þegar ég var gripin þá var þetta ótrúlega gott. Mjög fært starfsfólk þarna“

Guðbjörg segir að þegar maður er kominn inn í kerfið sé passað vel upp á mann, vandinn sé hins vegar sá að það sé erfitt að komast inn.

Guðbjörg starfar sem félagsliði á Landspítalanum.

Þetta er ekki dauðadómur

Guðbjörg er félagsliði hjá Landspítalanum og í sjúkraliðanámi og vill segja sína sögu til að sýna öðrum að það sé von.

„Ég vinn á spítalanum, ég er með stóra sögu og að geta sýnt fólki að það er líf eftir þetta. Þetta er ekki dauðadómur. Ég á fallegt heimili með kisurnar mínar, ég er með vinnu og ég er í skóla. Mér finnst það skipta máli fyrir krakka, sérstaklega unga fólkið í dag sem veit ekki hver þau eru, þeim líður illa, þau eru með áföll á bakinu. Það er hægt að vinna úr þessu og það er hægt að finna frið og maður þarf að fá hjálp og hafa einhvern með sér í liði, það skiptir svo miklu máli. Því ef ég hefði farið ein upp á spítala hefði ég verið send heim og ég hefði dáið,“ segir hún.

Guðbjörg lítur björtum augum fram á veginn. „Það er hægt að fá hjálp, það er Bjarkarhlíð og Stígamót og ef fólk er í sömu stöðu og ég var í, að það sé mjög erfitt að vinna úr áfalli, þá er geðdeildin þarna til að grípa þig. Það er þverfaglegt teymi þar sem hjálpar manni að ná jafnvægi svo maður geti unnið úr áföllum.“

Guðbjörg ræðir sögu sína nánar, ofbeldissambandið, bataferlið og sjálfsvinnuna í þættinum sem má horfa á hér eða á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi
Hide picture