fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fókus

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“

Fókus
Fimmtudaginn 16. maí 2024 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa The Sun, vegna vandamáls í hjónabandi hans.

Maðurinn segist hafa fundið hálftóman pakka af smokkum í tösku eiginkonu sinnar og ekki verið lengi að draga þá ályktun að hún hefði haldið fram hjá honum. „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi.“

En það hvernig framhjáhaldið bar að og með hverjum það var hefur valdið manninum jafnvel enn meiri hugarangri. Í ljós kom að eiginkonan hafði notið ásta með bestu vinkonu sinni og manninum hennar.

„Hún er ævintýragjarnari en ég. Ég nýt þess að stunda venjulegt kynlíf og vil „njóta ásta“ í svefnherberginu. Fyrir mér snýst kynlíf um nánd,“ segir maðurinn.

Hann segir að eiginkona hans hafi lagt að honum að stunda afbrigðilegra kynlíf og prófa allskonar kynlífsleikföng. Einu sinni þegar hún var drukkin stakk hún upp á því að við færum í trekant. Ég brást ekki vel við og hún sagðist bara vera að grínast.“

Maðurinn segir að síðustu vikur hafi eiginkonan stundað næturlífið grimmt með vinkonu sinni og eytt nokkrum nóttum heima hjá henni.

Segist maðurinn ekkert hafa kippt sér upp við það, enda hafi konan hans ekki viljað keyra heim eftir að hafa fengið sér áfengi.

„Síðustu helgi fór hún beint upp í herbergi þegar hún kom heim. Ég fann ekki bíllyklana mína svo ég fór í töskuna hennar og athugaði hvort þeir væru þar. Það var þá sem ég fann smokkana. Ég er sjálfur búinn að fara í herraklippingu þannig að ég þarf sannarlega ekki á þeim að halda.“

Maðurinn segist hafa spurt konuna hvað væri í gangi og átt von á því að hún segði honum frá einhverjum manni sem hún hefði hitt.

„En þess í stað sagði hún mér frá tveimur manneskjum: Bestu vinkonu sinni og manninum hennar. Ég hafði ekki hugmynd um að hún vildi vera með konum líka þannig að þetta er tvöfalt framhjáhald.“

Maðurinn segir að konan hans hafi beðist fyrirgefningar og að þetta hefði aldrei gerst ef hann hefði verið opnari fyrir nýjungum í svefnherberginu. Biður maðurinn Deidre um ráð varðandi næstu skref.

Í svari sínu segir Deidre að maðurinn eigi fullan rétt á að upplifa reiði og sorg vegna málsins.

„Konan þín er búin að halda fram hjá þér og er að kenna þér um það að einhverju leyti.“

Segir Deidre að konan hefði átt að ræða þessi vandamál sem hún upplifði við hann áður en hún ákvað að stunda kynlíf með öðru fólki.

„En þess í stað uppfyllir hún eigin fantasíu utan hjónabandsins. Það er sjálfselska. Það að vilja ekki prófa trekant er í góðu lagi og gerir þig ekki að verri eiginmanni eða elskhuga. Talaðu við hana og segðu henni nákvæmlega hvernig þér líður. Ef hún elskar þig og vill að hjónabandið gangi upp mæli ég með að þið farið til hjónabandsráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi