fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Ég hef aldrei litið á mína fortíð sem veikleika“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 19:59

Ragga Holm er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Ragga hefur komið víða við og er hvað þekktust fyrir sjarmerandi persónuleika sinn í útvarpinu, áður á KissFM en nú á K100, og tónlistarhæfileika, en hún hefur bæði getið sér gott orð sem sólólistamaður og sem meðlimur vinsælu rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Í dag starfar Ragga við kennslu og sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar auk þess að snúa skífum um helgar. Ragga hefur gengið í gegnum margar þolraunir í lífinu en í hennar huga er það ekki eitthvað sem heldur aftur af henni heldur eitthvað sem hún nýtir sér til góðs.

„Ég hef aldrei litið á það sem ég hef lent í, eða hvernig fortíð mín hefur verið, sem veikleika, heldur bara nýtt það sem styrkleika ef eitthvað er, en alltaf fókusað á að vera mjög opin og glaðlynd,“ segir Ragga.

Fékk vinabeiðni á Facebook

Þegar Ragga var barn var hún sett í fóstur til ömmu sinnar og afa. Nokkrum árum síðar fór hún til föður síns og fósturmóður, sem gekk henni í móðurstað og kallar Ragga hana mömmu.

Blóðmóður sína, Hallgerði, hitti Ragga aðeins einu sinni eftir að hafa verið sett í fóstur sem barn. Næstum tveimur áratugum síðar sendi Hallgerður blóðdóttur sinni vinabeiðni á Facebook sem vakti upp flóknar tilfinningar. Eftir nokkra umhugsun ákvað Ragga að svara ekki vinabeiðninni.

Nokkrum vikum síðar lést Hallgerður og var í fyrstu talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti og að eiginmaður hennar hafi haft eitthvað með það að gera. Hann var handtekinn en látinn laus þegar andlátið var úrskurðað sem slys. Stuttu síðar svipti hann sig lífi og segir Ragga erfitt að vita að hún muni aldrei fá svör um hvað hafi gerst þessa örlagaríku nótt.

„Þar sem [maðurinn hennar] er líka dáinn, dó skömmu eftir að hún dó, það er engin svör hægt að fá,“ segir Ragga.

„Hann gat aldrei þannig séð svarað því. Ég held að það hafi verið þannig, hann var handtekinn […] og vissi varla sjálfur hvað hafi gerst. Maður veit að þau voru bæði, held ég, veik, það er erfitt að fá ekki algjört closure. En ég er svo sem búin að sætta mig við það, það ristir ekki djúpt.“

Ragga Holm. Mynd/DV

Gott að vita af þeim

Ragga fékk mikla ást og umhyggju í æsku og fann ekki fyrir þörf að kynnast Hallgerði. „Ég vissi alltaf af henni og vissi að ég ætti blóðmóður þarna einhvers staðar,“ segir Ragga í Fókus og bætir við að henni hafi þótt vænt um að vita af fjölskyldunni á Höfn í Hornafirði sem sendi henni jólagjafir þar til hún fermdist.

„Ég var bara það ung og átti bara mína fjölskyldu og fann ekki fyrir því að það þurfti að fylla upp í neitt. Þannig ég var ekkert að sækjast í að tengjast henni á þessum tíma […] Það var mjög skrýtin tilfinning að fá vinabeiðni frá henni,“ segir hún.

„Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og samþykkti hana einhvern veginn ekki. Var líka bara pínu brothættur einstaklingur á þessum tíma. Tveimur vikum seinna gifti hún sig og mig grunar, og bróður mínum líka, að hún hafi sent vinabeiðnina til að bjóða mér í brúðkaupið sitt.“

Ragga segir að hún geti þó aðeins dregið ályktanir þar sem stuttu síðar, einni til tveimur vikum eftir brúðkaupið, hafi blóðmóðir hennar látið lífið.

„Hún lenti á gjörgæslu og dó þar deginum eftir. Þannig ég fékk aldrei svör við neinu varðandi þetta en mig grunar þetta.“

„Ég væri pottþétt búin að kynnast henni í dag“

„Því eldri sem ég verð því sannfærðari er ég um það að ég hefði alltaf náttúrlega viljað hitta þessa konu. Þegar maður er kominn með tilfinningaþroskann og allt til að takast á við þessar aðstæður, ég væri pottþétt búin að kynnast henni í dag. En það verður aldrei tækifæri til þess,“ segir Ragga og bætir við:

„Sætt að hún hafi hugsað til mín og hafi ætlað að bjóða mér í brúðkaupið en þetta var ekki nógu góður tími fyrir mig, og því miður þá endaði þetta svona. Alveg skelfilegt.“

Ragga ræðir þetta nánar í þættinum sem má horfa á hér að ofan og hlusta á á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Röggu Holm á Instagram og hlustaðu á plötuna hennar, Bipolar, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Hide picture