fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
Fókus

Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2023 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grínistinn Russel Brand er sakaður um kynferðis- og tilfinningalegt ofbeldi á um sjö ára tímabili á hátindi ferils síns, en fjórar konur segja leikarann hafa brotið gegn sér á árunum 2006-2013. Fjallað var um ásakanirnar um helgina í umfjöllun hjá The Times, Sunday Times og Channel 4 Dispatches og öðrum miðlum í kjölfarið. Brand hefur þverneitað þessum ásökunum.

Sjá einnig: Russel Brand þverneitar alvarlegum ásökunum og segir um samsæri meginstraumsmiðla að ræða

Brand var giftur tónlistarkonunni Katy Perry á þeim tíma sem kynferðisbrotin og ofbeldið eiga að hafa átt sér stað. Þau giftu sig 23. október árið 2010 og 30. desember 2011 tilkynnti Brand að þau væru að skilja eftir 14 mánaða hjónaband. Bar hann því við að hann hefði viljað skilnað vegna velgengni Perry og tregðu hennar til að taka þátt í aktívisma. Perry sagði hins vegar að erfiðlega hefði gengið að samræma þétta dagskrá þeirra og löngun Brand til að eignast börn meðan hún væri ekki tilbúin til barneigna hefði leitt til skilnaðar og Brand hafi aldrei talað við hana aftur eftir að hann tilkynnti henni með sms að hann væri að skilja við hana.

Myndband af Perry þegar hún fær skilnaðarsms-ið hefur nú komið aftur upp á yfirborðið í kjölfar frétta um ásakanirnar á hendur Brand. Myndbandið var áður birt í heimildamynd um tónleika Perry, Katy Perry: Part of Me, sem kom út árið 2012, en Perry var í þann mund að stíga á svið fyrir framan þúsundir áhorfenda þegar sms-ið frá eiginmanni hennar barst.
Perry hefur aldrei gefið upp hvað stóð í skilaboðunum, en í viðtali við Vogue árið 2013 sagðist hún aldrei hafa heyrt meira í Brand eftir skilaboðin. „Hann er eldklár og ég var mjög ástfangin af honum þegar við giftum okkur. Segjum bara að ég hef ekki heyrt orð meira frá honum síðan hann sendi mér skilaboð að hann væri að skilja við mig 31. desember árið 2011.“

Í myndbandinu má sjá karlmann segja við Perry að hún eigi aðeins tvo möguleika: „Þú getur aflýst tónleikunum eða þú getur gert þitt allra besta.“ Stuttu seinna er Perry búin að hafa sig til tilbúin að stíga á svið.

Brand og Perry kynntust árið 2009 við tökur á myndinni Get Him to the Greek, hann var 35 ára, hún var 25 ára. Sambandið hófst eftir að þau hittust aftur á MTV verðlaunahátíðinni sama ár og þremur mánuðum síðar bað Brand Perry um að giftast sér. Þau giftu sig í Indlandi 23. október árið 2010 og voru aðeins þeirra nánustu vinir og fjölskylda viðstödd.

Í heimildamyndinni BRAND: A Second Coming sagði Brand um hjónaband hans og Perry: „Ég tengdist einmitt því sem ég hata mest: auma, tóma, plastkennda, tilbúna, huglausa frægð.“

Það er ekki aðeins þetta myndband sem er komið aftur í umræðuna heldur einnig áðurnefnt viðtal við Perry árið 2013 þar sem hún sagðist hafa komist að hinu sanna eðli Brands eftir skilnað þeirra. Sagði hún hann hafa verið mjög stjórnsaman í hjónabandi þeirra og í viðtalinu við Vogue sagðist hún hafa komist að sannleikanum um Brand eftir skilnað þeirra. „Mér fannst ég bera mikla ábyrgð á að hjónaband okkar tók enda, en svo komst ég að sannleikanum. Ég geymi hann með mér þar til seinna,“ sagði Perry, sem hefur í dag ekki tjáð sig um ásakanirnar sem komar eru fram gegn Brand.

„Fyrst þegar ég hitti hann þá vildi hann jafningja, og ég held að oft þá vilji sterkir karlmenn finna jafningja sinn. En svo þegar þeir eru komnir í samband með konu sem er jafningi þeirra, þá eru þeir alveg „Ég get ekki höndlað allt þetta jafnrétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Friðrik Agni skrifar: „Veikindi setja mann alltaf svolítið út fyrir stefnuna“ 

Friðrik Agni skrifar: „Veikindi setja mann alltaf svolítið út fyrir stefnuna“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prettyboitjokko og kærastan færðu sig í svítuna á Ibiza

Prettyboitjokko og kærastan færðu sig í svítuna á Ibiza