fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Russel Brand þverneitar alvarlegum ásökunum og segir um samsæri meginstraumsmiðla að ræða

Fókus
Laugardaginn 16. september 2023 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Russel Brand er sakaður um að hafa beitt kynferðis- og tilfinningalegu ofbeldi á um sjö ára tímabili á hátindi ferils síns. Þessar ásakanir komu fram í umfjöllun hjá Sunday Times og Channel 4 Dispatches. Upphaflega átti að birta fréttirnar í kvöld, en var þeim flýtt eftir að leikarinn ákvað að birta myndband og neita sök.

Segir um samantekin ráð að ræða

Um er að ræða fjórar konur sem segja leikarann hafa brotið gegn sér á árunum 2006-2013. Í myndbandi sem Russel birti á bæði Twitter og Youtube segir hann að samþykki hafi legið fyrir í öllum hans samskiptum og samneyti við konur. Hann hafi vissulega verið mjög lauslátur á þessum umrædda tímabili, en ekki farið yfir mörk. Hann segir ekkert hæft í þessum ásökunum.

„Svo þetta er að gerast. Þetta er ekki hið hefðbundna myndband sem við gerum hér þar sem við gagnrýnum, ráðumst gegn eða grafa undan fréttum og þeirri spillingu sem þar þrífst, því að þessu sinni er ég fréttin.

Ég er búin að fá tvö mjög vanstillt bréf og tölvupóst. Eitt frá vinsælu fjölmiðlafyrirtæki og annað frá dagblaði þar sem bornar eru upp margar svívirðilegar og ágengar ásakanir, sem og frekar heimskulegir hlutir eins að að stöðva eigi hátíð á mínum vegum og að ég ætti ekki að mega ráðast gegn afstöðu vinsælla fjölmiðla á þessari rás.

Meðal þessara ótrúlegu og frekar ofskreyttu ásakana eru nokkrar sem eru mjög alvarlegar sem ég neita með öllu. Þessar ásakanir lúta að tíma þar sem ég var mikið í sviðsljósinu og var oft til umfjöllunar í dagblöðum, þegar ég lék í kvikmyndum. Eins og ég hef útskýrt í bókum mínum þá var ég rosalega lauslátur.

Á þessum lauslætistíma voru öll samböndin mín með gagnkvæmu samþykki. Ég var mjög hreinn og beinn með það þá, næstum of beinn, og ég er eins hreinskilinn með þetta núna. Og að sjá þessa hreinskilni afskræmda yfir í eitthvað glæpsamlegt, sem ég alfarið neita, fær mig til að velta upp þeirri spurningu hvort eitthvað annað liggi hér undir.“

Var varaður við að þetta væri á leiðinni

Brand veltir því fyrir sér hvort hann sé að verða fyrir árás sökum gagnrýni sinnar í garð fjölmiðla. Þetta hafi til dæmis sést gegn hlaðvarpsstjórnandanum Joe Rogan þegar hann fjallaði um ormalyf sem sumir töldu gagnast gegn Covid, en þá hafi fjölmiðlar út um allan heim allir tætt þann málflutning í sig og notað mjög áþekkt orðalag, sem fékk Brand til að gruna að um meðtekin ráð væri að ræða.

„Ég er meðvitaður um að þið hafi verð að segja í athugasemdum í nokkurn tíma núna: „Gættu þín Russel. Þeir eiga eftir að hjóla í þig, þú hefur komist of nálægt sannleikanum, Russel Brand drap sig ekki.“

Ég veit að fyrir ári síðan kom hrina greina um að Russel Brand væri samsæriskenningarsinni, Russel Brand væri á hægri vængnum. Ég er meðvitaður um að fréttamiðlar hafa hringt, sent bréf á fólk sem ég þekki í langan tíma.

Russel segir að það séu vitni sem geti hrakið flestar þessar ásakanir. Hann ætli með sínu fólki að grafast fyrir um raunverulegu ástæðuna fyrir þessum fréttaflutningi og biðlar til aðdáenda að vera vakandi.

Ásakanirnar mjög alvarlegar

Ein kvennanna sem segir Russel hafa brotið gegn sér sakar hann um nauðgun. Hún hafi þurft að leita á neyðarmóttöku fyrir þolendur og í kjölfarið sent Russel skilaboð til að segja honum að nei þýði nei og það hefði honum borið að virða. Þessu hafi Russel svarað með því að biðjast afsökunar.

Önnur kona segir að Russel hafi brotið gegn sér þegar hún var 16 ára og enn í grunnskóla. Hann hafi kallað hana barn og þau hafi átt í sambandi sem einkenndist af tilfinningalegu ofbeldi og stjórnsemi. Hann hafi brotið gegn henni kynferðislega og þvingað getnaðarlimi sínum ofan í háls hennar.

Þriðja konan segir að Russel hafi brotið gegn henni þegar þau voru að vinna saman í Los Angeles. Síðan hafi hann hótað henni lögsókn ef hún myndi segja einhverjum frá ofbeldinu.

Sú fjórða segir Russel hafa beitt sig kynferðislegu-, tilfinningalegu- og líkamlegu ofbeldi

Nánar má lesa um ásakanirnar í umfjöllun Sunday Times.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“

Neyðarleg uppákoma á tónleikum Drake – „Múgurinn stundi upp“
Fókus
Í gær

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Michael Gambon látinn

Michael Gambon látinn