fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

„Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 14:55

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sinni nýjustu færslu á Facebook um þarmaflóruna og gefur ýmis ráð til að laga hana.

„Eftir sjö daga á pensilínkúr er meltingarkerfi Naglans ansi mikið á felgunni en notkun sýklalyfja raska jafnvæginu í þarmaflórunni,“ segir Ragga og fer yfir hlutverk meltingarvegarins.

„Meltingarvegurinn gegnir margvíslegu hlutverki í að verja okkur gegn sýkingum og ef ójafnvægi myndast getur það leitt til sjúkdóma. Trilljónir af bakteríum eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum að melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum sem við gúllum í ginið. Og þeirra verki er ekki lokið þar, því eins og skúringakellingar eftir rokktónleika skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni reglulegri.

Þess vegna eru nú gangsett allsherjar klössun á þessu óralanga líffæri fyrir miðju skrokksins. Rannsóknir sýna að bæði fæði (prebiotics) og góðgerlar (probiotics) geta komið aftur jafnvægi á þarmana eftir notkun sýklalyfja.“

Hvernig má bæta þarmaflóruna?

Ragga segir ýmislegt til ráða við laskaðri þarmaflóru.
*Auka neyslu á trefjaríkri fæðu eins og grænmeti og ávöxtum. Skúbba 1-2 msk af Psyllium Husk frá NOW út í hafragrautinn.
*Gúlla eplaedik á fastandi maga 1-2x á dag.
*Minnka neyslu á súkralósa og aspartame og nota náttúrulegri sætuefni eins og erythritol og stevia í staðinn. Til dæmis Stevia dropa frá Good Good og Now. Erythritol eða Sweet like Stevia strásætu.
*Meltingarensími eins og Dairy Digest og Gluten Digest hjálpa líkamanum að brjóta niður glútein og mjólkursykur.
*L-glutamine amínósýran býr til verndandi filmu innan á þörmunum. 5-10 g á dag helst fyrir svefninn bætir ekki eingöngu þarmana, heldur styður við endurheimt yfir nóttina og bætir ónæmiskerfið. L-glutamine fæst bæði í duftformi eða pilluformi frá NOW.
*Sýrt grænmeti og sýrðar mjólkurvörur innihalda bílfarma af örverum sem hjálpa góðu bakteríunum að sinna sínu starfi. Til dæmis grísk jógúrt, skyr, súrkál, sýrðar gúrkur.
*Góðgerlar dúndra inn örveru sem stuðla að betri þarmaflóru. Gott er að byrja á vægum gerlum eins og 10 billion eða Probiotic Defense og rótera á milli styrkleika reglulega.
*Gefa síðan þarmaflórunni frí frá öllum gerlum og leyfa henni að vinna sjálfstætt inn á milli.

„Allt byrjar í þörmunum“ sagði Aristóteles Og það er sannarlega ekki ofsögum sagt. Hún er uppspretta á GABA, serótónín, dópamín.
Til að toppstykkið sé í lagi þarf að vera partý í flórunni því taugaboðefni og hormónar krúsa þjóðveginn sem liggur frá þörmum upp í heila.
Ef partýið hefur hinsvegar breyst í unglingadrykkju með gubbandi ungviði, áfengisdauðum fótboltadrengjum og Chesterfield sófasettið komið út á stétt þá verður lítið vinnuframlag til að græja boðefnin í bílana upp í heila. Heilbrigð þarmaflóra er því undirstaða heilsunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar