

Það er ýmislegt sem gæti komið upp um hegðun þína á samfélagsmiðlum. Miðlar á borð við Instagram og TikTok eru með algóritma (e. algorithm) sem matar þig efni sem er sérstaklega fyrir þig. Gervigreindin tekur eftir því hvaða efni þú sækist í, hvaða efni þú staldrar lengur við, leitar að, líkar við og svo framvegis, og sýnir þér meira af þess konar efni.
Íslensk kona, sem kemur fram nafnlaus, tók eftir því að það væri mikið af fáklæddum konum á „explore“ síðu kærasta hennar á Instagram. Hún leitaði ráða til kvennanna á Beauty Tips en yfir 39 þúsund meðlimir eru í vinsæla Facebook-hópnum.
„Var að velta því fyrir mér hvað „explore“ síðan á Instagram er. Tengist það hvað þú ert mikið að skoða eða? Mikið af hálf nöktum gellum hjá kærastanum. [Hann er] samt ekki að followa neitt þannig),“ sagði hún.

Fjöldi kvenna hafa skrifað við færsluna og staðfest grun hennar, að á explore síðuni kemur upp svipað efni og það sem viðkomandi fylgist með á miðlinum.
„Hann er greinilega að skoða gellur miðað við feedið,“ segir ein.
„Ég fæ aðallega eitthvað sem Instagram heldur að ég hafi áhuga á, eins og til dæmis hundar, hestar og eitthvað þannig svo já, ég held það,“ segir önnur.
„Mitt sýnir það sem ég leita helst eftir að sjá á Instagram, sem eru aðallega kettir. Ef þú hefur áhyggjur þá mæli ég með að tala við kærastann þinn. Það er magnað hvað það skiptir miklu máli að eiga hreinskilin samskipti við þá sem maður elskar,“ segir ein og önnur tekur undir:
„Mæli með að tala við hann.“
„Hjá kærastanum mínum er allt stútfullt af einhverju fótbolta bulli svo já mig dettur það i hug,“ segir ein af mörgum öðrum konum sem segja allar það sama, að þetta sé vísbending um hegðun hans á miðlinum.
