fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Arnar og Vítalía aftur tekin saman – Búa saman í Garðabæ

Fókus
Fimmtudaginn 18. maí 2023 10:00

Arnar Grant og Vítalía Lazareva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnaparið Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru aftur tekin saman og búa saman í leiguíbúð í Garðabæ. Öll spjót standa á parinu en fullyrt var í vikunni að Vítalía hefði verið kærð til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar á ýmsum þjóðþekktum einstaklingum í Lyfjagátt þegar hún var starfsmaður Lyfju um það leyti sem Pottamálið landsfræga kom upp.

Þá stendur enn yfir rannsókn lögreglu á kæru á hendur parinu fyrir fjárkúgun gagnvart þremur aðilum málsins, þeim Hreggviði Jónssyni, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni. Samkvæmt heimildum var Vítalía yfirheyrð einu sinni vegna kærunnar en Arnar var hins vegar boðaður tvisvar í skýrslutöku hjá lögreglu, nú síðast í desember. Hermt er að búast megi við tíðindum fljótlega hvort ákært verði í málinu eða ekki.

Óhætt er að fullyrða að samband Arnars og Vítalíu hafi verið stormasamt í meira lagi en Arnar var í hjónabandi þegar sambandið hófst.

Vítalía steig svo fram í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur þar sem frásögn hennar um Pottamálið vakti mesta athygli. Meirihluti viðtalsins fjallaði þó um misgjörðir og hegðun Arnars sem hún meðal annars sakaði um að neyða sig til þess að gera landsfrægum vini sínum kynlífsgreiða á hótelherbergi í Borgarnesi. Rétt er þó að geta þess að Arnar hefur stigið fram og sagt styðja Vítalíu í sannleiksleitinni varðandi Pottamálið, en hótelmálið sagði hann vera uppspuna.

Afleiðingar Eigin Konu-viðtalsins fyrir Arnar voru miklar, eins og fyrir aðra. Hann skildi við eiginkonu sína, missti vinnuna sem einkaþjálfari í World Class og drykkurinn Teygur, sem hann þróaði í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, var tekinn af markaði.

Það vakti því nokkra athygli þegar fréttir fóru að berast að því að Arnar og Vítalía væru að draga sig saman að nýju en í október 2022 var greint frá því að Vítalía væri flutt inn til Arnars.

Adam var þó ekki lengi í paradís því stuttu síðar dreifði Vítalía myndbandi á samfélagsmiðla þar sem hún jós svívirðingum yfir Arnar og sagði hann „sturlaðan“ og í kjölfarið lauk sambandi þeirra.

Eins og áður segir er þó ástin farin að blómstra enn á ný milli parsins og munu þau geta haft stuðning af hvoru öðru í þeirri baráttu sem mögulega er framundan í dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla