fbpx
Fimmtudagur 08.júní 2023
Fókus

Máni kveður X-ið og Sýn – „Þetta hefur verið áhugavert ferðalag í rúm 25 ár“

Fókus
Mánudaginn 27. mars 2023 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn vinsæli, Máni Pétursson, hefur sagt skilið við Sýn, sem á og rekur meðal annars Stöð 2, Vísir.is og útvarpsstöðvarnir Bylgjuna, FM957 og X-ið. Greinir hann frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að hann hafi lokið störfum formlega um síðustu mánaðarmót en sé með mörg járn í eldinum.
„Þetta hefur verið áhugavert ferðalag í rúm 25 ár. Oftast skemmtilegt,“ skrifar Máni í færslunni. Hann segist kveðja alla í mikilli vinsemd og kærleik og þakkar frábæru samstarfsfólki fyrir samstarfið. En nú taki ný verkefni við, meðal annars umboðsstörf fyrir ýmsa listamenn, markþjálfun, bókaskrif en þó verður hljóðneminn ekki langt undan.

Leiðindi verða í lágmarki

„Framtíðarplönin eru að sinna þessu litla Paxal fyrirtæki mínu og þeim frábæru artistum sem þar eru. Vera aðeins duglegri að markþjálfa og taka ekki 10 ár í að skrifa næstu bók. Til að svala fjölmiðlaþörfinni og þeirri bakteríu sem hún er ætla ég að sjálfsögðu að halda úti hlaðvarpinu mínu sem heitir einfaldlega Máni og er hægt að finna á tal.is og gerast áskrifandi.
Þar kemur hann Gunnar Sigurðarson og stjórnar einum þætti með mér og stundum ræði ég fótbolta og almennt bara eitthvað bull. Þetta er algerlega twitter frír þáttur. Þannig að leiðindi eru í lágmarki,“ skrifar Máni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“

Segir samband móður hennar og Ashton Kutcher hafa látið sér líða „eins og rusli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir

Spenna eiginmannsins yfir framhjáhaldi hennar vakti grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi

Svarar fyrir umdeilda athugasemd um móður sína – Getur „ekki beðið“ eftir að hún deyi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni

Afhjúpar sorglega ástæðu fyrir því að Hollywood hafnaði henni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“