fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hermaðurinn sem tók amfetamín ætlaða heilli herdeild og lifði það af – Skíðaði 400 kílómetra í nístingsfrosti án næringar eða hvíldar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 8. desember 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1944 lifði finnskur hermaður, Aimo Koivunen, það af að taka risaskammt af metamfetamíni, ætluðum þrjátíu manna hersveit. Og það við við norðurheimskautsbauginn, eitt harðbýlasta svæði heims, aleinn, án vatns og matar og umkringdur óvinahermönnum.  

Meðlimir finnskrar skíðahersveitar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Saga Finnlands í seinni heimsstyrjöldinni er nokkuð sérstök.

Sovétmenn réðust inn í Finnland í nóvember 1939 eftir að Finnar höfnuðu kröfu um viðveru Rauða hersins í landinu. Við tók hið svonefnda Vetrarstríð sem Sovétmenn töldu auðunnið enda með þrefalt fleiri hermenn en Finnar Þeir reyndust þó Stalín erfiður ljár í þúfu og náðu Finnar að verjast allt fram í mars 1940, að stórum hluta vopnaðir reiðhjólum og skíðum, auk þess að njóta aðstoðar Þjóðverja.

Finnar misstu landsvæði en héldu hins vegar sjálfstæði sínu og hlutu samúð og velvilja annarra þjóða í sinn garð. Þeir sneru baki við allri samvinnu við Þjóðverja og hófu að berjast með sveitum bandamanna.

Leiddi menn sína í gegnum snjóinn

Saga Aimo Koivunen er dæmigerð fyrir glundroðann sem átti sér stað í Finnlandi á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Rétt við lok vetrarstríðsins, í mars 1944, var Aimo Koivunen 26 ára hermaður í skíðasveit finnska hersins og var það hans hlutverk að leiða sveitina og ryðja mesta snjóinn fyrir þá sem eftir komu. Það var afar erfitt og finnsku hermennirnir voru svo að segja búnir á því í baráttunni við sovéska herinn en ekki tilbúnir að gefast upp.

Hersveit Koivunen hafði verið á ferðinni í þrjá sólarhringa í nístandi kulda þegar þeir sveitin varð fyrir árás Sovétmanna en tókst finnsku hermönnunum að flýja sökum afbragðs skíðakunnáttu sinnar.

Koivunen geymdi efnið fyrir alla herdeildina.

Talið fullkomið fyrir hermenn

Eins föðurlega og það kann að hljóma í dag var metamfetamín álítið prýðilegt efni til að halda hermönnum seinni heimsstyrjaldarinnar vakandi og viljugum til bardaga svo sólarhringum skipti. Var efnið notað af hernaðaryfirvöldum sennilega flestra, ef ekki allra landa, sem tóku þátt í stríðinu. Það gekk undir nafninu Pervetin og hafði notkun á því hafist árið 1938.

Það var í raun 100% hreint metamfetamín en vísindamenn þessa tíma áttuðu sig ekki á hversu skaðlegt efnið var auk þess sem mikil pressa var frá hernaðaryfirvöldum að koma efninu sem fyrst úr á vígstöðvarnar til hemanna.

Fór algjörlega yfir um

Meðal finnsku hermannanna var það hlutverk Aimo Koivunen að gæta amfetamínbirgða sinnar herdeildar. Að því kom að Koivunen fann að hann var að gefast upp sökum kulda og þreytu og taldi að eina leiðin til að fá aukin kraft til að leiða menn sína væri að taka eina af þessum ,,töfrapillum” sem herinn hafði látið hann fá. E

n kuldinn var slíkur að vettlingarnir höfðu frosið við hendur Koivunen og í stað þess að taka eina töflu, eins og hann ætlaði sér, hellti hann óvart öllum 30 þeirra upp í sig.

Koivunen fór algjörlega yfir um, hljóp í hringi, sá ofsjónir og heyrði ofheyrnir áður en hann féll í jörðina með krampaköstum og þaðan ofan í skurð. Félagar hans fundu ekkert lífsmark með Koivunen og sáu lítið annað í stöðunni en að halda áfram för sinni en með Rauða herinn á hælum sér.

Þegar að Koivunen komst til meðvitundar einhverju klukkutímum síðar áttaði hann sig á því að hann hafði engar matar- né vatnsbirgðir en þrátt fyrir að vera undir sterkum áhrifum lyfjanna áttaði hann sig á að Sovétmenn væru aðeins í örfárra klukkustunda fjarlægð, í beta lagi, og eina leiðin til að halda lífi að reyna að komast undan þeim sem fyrst.

Brunaði 400 kílómetra án hvíldar

Koivunen hélt því áfram á allt að því ævintýralegum hraða vegna vímunnar en ferðin gekk ekki þrautalaust. Hann náði þó að halda forskoti á óvinahermennina en slasaði sig illa þegar hann steig á jarðsprengju sem bæði olli beinbrotum og bruna.

Lá hann í felum í skurði í nokkra daga í vonlítilli bið eftir hjálp. Hann hafði þá skíðað yfir 400 kílómetra, svo að segja án nokkurrar hvíldar.

En Koivunen fannst og var komið á sjúkrahús, viku eftir að hafa tekið allan amfetamínskammtinni. Reyndist hjartsláttur hans vera yfir 200 slög á mínútu en eðlilegur hjartsláttur er á bilinu 60 til 100 slög á mínútu.

Hann var einnig kominn niður í aðeins 43 kíló. Hann hafði ekkert nærst fyrstu fimm dagana, enda of vímaður til að finna fyrir svengd, en í lokin hafði hann nærst á furukönglum auk þess að ná að veiða einn smáfugl sem hann át hráan.

Sagðist hann reyndar ekki hafa fundið fyrir svengd né mundi hann eftir stórum hluta ferðarinnar en telur að hann hafi þegar þarna var komið við sögu haft vit á að sennilega væri nú öllu gáfulegast að reyna að nærast.

Koivunen þótti einn af öflugri liðsmönnum finnska hersins.

Óskiljanlegt

Koivunen var enn undir áhrifum amfetamínsins þegar hann fannst þótt að mesta víman væri runnin af honum. Það þykir enn þann dag í dag svo að segja óskiljanlegt að Aimo Koivunen skuli hafa lifað slíkan eiturlyfjaskammt og það í nístingskulda norðurheimskautsins með hættur af völdum bæði manna og náttúuafla allt um kring.

Reyndar fékk fjöldi hermanna stóra skammta af amfetamíni í seinni heimsstyrjöldinni en fáir á við Koivunen auk þess sem hann er eini hermaðurinn sem vitað er til að hafi fengið slíkan ofurskammt að baki víglínu óvinanna og þetta norðarlegarlega í ofanálag.

En Koivunen jafnaði sig að fullu og lést af náttúrulegum orsökum árið 1989.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram