fbpx
Mánudagur 22.apríl 2024
Fókus

Flugfreyja segir að þetta eigi farþegar aldrei að gera um borð í flugvél

Fókus
Mánudaginn 6. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega heyrast fréttir af farþegum flugvéla sem hreinlega kunna ekki að haga sér og fá sumir skammarlega viðurnefni – flugdólgur.

Flugfreyjan Deanna Castro hefur starfað í háloftunum í 16 ár og hefur nú deilt með Inside Hook góðum ráðum til að hafa í huga á ferðalögum í háloftunum. Hún segist vera öllu vön, en það sé þó farsælast að reyna að taka tillit bæði annarra farþega og starfsmanna um borð í flugvélum.

Þó ekki með þeim hætti sem einn farþegi gerði einu sinni í flugi hjá Deönnu. Þar hafði farþegi ákveðið að í stað þess að vekja þá farþega sem deildu með henni sætisröð, svo hún kæmist á salernið, hafði ákveðið að pissa frekar í bolla. Ekki fór það þó betur en svo að hún endaði með að sulla úr bollanum yfir sig. Þarna hefði líklega verið betra að vekja hina.

Deanna segir að í háloftunum sé nú minni þolinmæði fyrir hamlausun farþegum og getur fólk setið eftir með sárt ennið, og háa sekt, ef það kann ekki að hegða sér. Því deildi hún góðum ráðum til að hafa í huga.

1 Þegar þú ferð um borð í flugvélina telst það almenn kurteisi að stíga inn í sætisröð þína til að hleypa öðrum farþegum framhjá þér. Betra sé að bíða þar til hægist á umferðinni áður en maður fer úr yfirhöfnum eða fer að róta til í farangursgeymslunni.

2 Miðju sætið fær báða sætisarmana. Það er óskrifuð regla.

3 Fætur, hné og olnbogar eiga að vera innan sætisraðar til að vera ekki fyrir þeim sem ganga fram hjá. Það gæti jafnvel endað með meiðslum eða að flugfreyja/flugþjónn hrasi.

4 Taktu niður heyrnartólin. Þegar flugfreyjur/flugþjónar koma að máli við þig er almenn kurteisi að taka niður heyrnartólin. Helst þannig að þú sért búin að því áður en þau koma að þinni röð.

5 Notaðu heyrnartól. Þú ert ekki eitt í heiminum. Það er dónalegt að spila tónlist eða skemmtiefni með hljóði þannig að það trufli aðra í kringum þig.

6 Ef þú þarft að nýta gubbupokann, ekki rétta hann svo til starfsmanna. Flugfreyjur/flugþjónar geta látið þig hafa annan poka til að geyma hinn í, en ekki afhenda starfsmanni gubbið þitt í poka. Geymdu það frekar undir sæti þínu.

7 Aldrei pota í flugfreyju/flugþjón. Þau heyra í þér, þú þarft ekki að pota til að vekja athygli á þér. Það dugar að segja „afsakaðu“.

8 Gangurinn er ekki fyrir jóga. Sama hversu töff þér þykir slíkt, þá er flugvél ekki rétti staðurinn fyrir jóga.

9 Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Ef þú ert kurteis og prúður verður ferðalagið mun betra fyrir þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Í gær

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana