Nú er komið í ljós hvaða tíu lönd komust áfram í aðalkeppnina úr síðari undankeppni Eurovision. Þau eru:
Belgía, Tékkland, Aserbaidjan, Pólland, Finnland, Eistland, Ástralía, Svíþjóð, Rúmenía og Serbía.
Löndin sem fóru ekki áfram í kvöld voru Ísrael, San Marino, Norður-Makedónía, Kýpur, Svartfjallaland, Írland, Malta og Georgía.
Ísland er að sjálfsögðu með í aðalkeppninnni en hún verður í Tórínó á laugardagskvöld og hefst kl. 19 í beinni útsendingu á RÚV.