fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Lögin í Söngvakeppninni kynnt – JóiPé&Króli, Lay Low og Fjallabróðir meðal höfunda

Fókus
Laugardaginn 5. febrúar 2022 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa þau tíu lög sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár verið kynnt og má segja að landsmönnum sé boðið upp á fjölbreytta veislu af frambærilegum lögum frá efnilegum og reyndum höfundum og flytjendum.

„Tíu lög voru valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum laugardaginn 26. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 5. mars. Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa fjögur lög til úrslita 12. mars og verður sigurlagið framlag Íslands til Eurovision,“ segir í tilkynningu frá Söngvakeppninni.

Að vanda getur framkvæmdastjórn keppninnar bætt einu lagi við í úrslit með því að draga fram svokallað „wildcard“ eða „Eitt lag enn“.

Kynnar keppninnar eru Björg Magnúsdóttir, Jón Jónsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.

„Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu ár og í ár verður ekki slegið slöku við. Skemmtiatriði verða á öllum viðburðum og von er á erlendu Eurovision-atriði á úrslitakvöldinu sem tilkynnt verður um á næstu dögum. Í ár fara allar keppnirnar fram í Söngvakeppnishöllinni, Kvikmyndaverinu Gufunesi og gefst fólki sem fyrr kostur á að vera á staðnum. Miðasalan verður auglýst fljótlega en undanfarin ár hefur skapast mikil fjölskyldustemmning á viðburðunum. Undanúrslitin og úrslitin verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár auk upprennandi söngstjarna sem stíga á svið í fyrsta sinn,“ segir í tilkynningu.

Þetta eru lögin, höfundarnir og flytjendurnir sem taka þátt í Söngvakeppninni 2022.

Fyrri undanúrslit 26. febrúar

Don’t you know (íslenska útgáfan) 
Flytjendur: Amarosis
Lag og texti: Már & Ísold

Ljósið
Flytjandi: Stefán Óli
Lag: Andri Þór Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson
Texti: Stefán Hilmarsson

Gía
Flytjandi: Haffi Haff
Lag: Steinar Jónsson og Sigurður Ásgeir Árnason
Texti: Hafsteinn Þór Guðjónsson og Sigurður Ásgeir Árnason

Hjartað mitt
Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir
Lag: Halldór Gunnar Pálsson
Texti: Magnús Þór Sigmundsson

Með hækkandi sól
Flytjendur: Sigga, Beta og Elín
Lag og texti: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir

Seinni undanúrslit 5. mars

Mögulegt
Flytjandi: Markéta Irglová
Lag: Markéta Irglóvá
Texti: Markéta Irglóvá og Sturla Þórisson

Hækkum í botn 
Flytjendur: SUNCITY & SANNA
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon
Texti: Valgeir Magnússon og Davíð Guðbrandsson

Tökum af stað 
Flytjendur: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík)
Lag og texti: Reykjavíkurdætur (Daugters of Reykjavík)

Þaðan af 
Flytjandi: Katla
Lag: Jóhannes Damian Patreksson, Kristinn Óli S. Haraldsson, Hafsteinn Þráinsson og Snorri Beck
Texti: Kristinn Óli S. Haraldsson

Séns með þér
Flytjendur: Hanna Mia and The Astrotourists
Lag. Hanna Mia Brekkan & Sakaris Emil Joensen
Texti: Nína Richter

Að vanda verða lögin í undanúrslitum flutt á íslensku en í úrslitum á því tungumáli sem til stendur að flytja það í Eurovision, sigri lagið. Öll lög keppninnar í ár koma einnig út í enskri útgáfu nema Með hækkandi sól, en hægt er að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur og höfunda á á www.songvakeppnin.is. Lögin eru einnig komin inn á tónlistarveituna Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise