fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fókus

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2024 11:59

Kidda Svarfdal. Myndir/Hún.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kristjana Svarfdal, betur þekkt sem Kidda Svarfdal, fékk heilablæðingu árið 2021 en var þrisvar send heim með sterkjar verkjatöflur af læknum sem sögðu hana vera með slæma vöðvabólgu. Hún segist vera heppin að vera á lífi en að bataferlið hafi verið langt og strangt.

Kidda er eigandi og ritstjóri Hún.is og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Fullorðins. Hún er gestur í Fókus, spjallþætti DV. Brotið hér að neðan er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.

Í þættinum segir Kidda frá veikindunum og tilraunum hennar til að fá hjálp. Hún var loks send í myndatöku eftir að hún vaknaði í blóðpolli. Hægt er að lesa nánar um þann tíma með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Sjá einnig: Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“

Kidda Svarfdal.

„Ég hef aldrei verið jafn hrædd“

„Ég fór aftur í myndatöku, síðan kom til mín einhver maður og sagði: „Heyrðu, þú ert með heilablæðingu. Það kom í ljós í myndatökunni og þú þarft að fara í aðgerð í dag.“ Ég hef aldrei verið jafn hrædd,“ segir Kidda.

„Seinnipartinn var ég svæfð og það var þrætt frá nára, upp og í gegnum hjartað, og svo er sprautað einhverju efni þar sem gatið er til að stöðva blæðinguna.“

„Ég vaknaði eftir þetta og þurfti að vera nokkra daga á heila- og taugaskurðdeildinni. Fyrstu dagana á gjörgæslunni var ég rúmföst og í hvert einasta skipti vaknaði ég í örvæntingu: „Hvað er að gerast, er ég að deyja?“ Nokkrum dögum áður hafði ég verið heilbrigðasta sem ég hafði verið, búin með jógakennarann og í góðu formi, og svo er ég allt í einu orðin einhver tuska. Ég var í tíu daga á spítalanum,“ segir Kidda og lofar starfsfólkið á deildinni.

Kidda eftir aðgerðina. Þremur dögum eftir aðgerð byrjaði bólgan að hjaðna.

Erfitt símtal

Fimm mánuðum seinna fékk Kidda erfitt símtal. „Ég fór í myndatöku til að athuga hvort það væri allt í góðu, sem það var ekki og ég þurfti að fara aftur í þræðingu og það var ákveðið sjokk,“ segir hún.

„Ég fór í þessa þræðingu og ég sagði eitthvað: „Getið þið plís látið þetta virka núna? Ég vaknaði eftir þá þræðingu og spurði hvernig gekk.“

Kidda fékk þær fréttir að þræðingin hafi ekki gengið og hún þyrfti að fara í heilaskurðaðgerð. „Þarna er maður bara… ég var ekki ókei, en þú þarft bara að sætta þig við þetta,“ segir hún.

„Nokkrum dögum seinna fór ég í þessa aðgerð. Ég var náttúrulega í kvíðakasti dagana fyrir þetta og ég fékk ótrúlega góða þjónustu og aðstoð á spítalanum. Fólk var ótrúlega gott við mig.“

„Plís, viltu laga mig?“

Kidda bað lækninn um að taka mynd af heilanum hennar þegar hann væri búinn að opna. Honum fannst þetta smá undarleg beiðni en varð við henni.

„Svo sagði ég: „Plís, viltu laga mig?“ Hann tók í höndina á mér, hann er yndislegur. Það var rakað hárið í burtu, svo var opnað og flett höfuðleðrinu og svo var sagað plötu úr hauskúpunni minni, hún sett á borð, læknirinn lagaði og síðan var þetta sett aftur í,“ segir Kidda og útskýrir aðgerðina nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

„Ég er ekki hrædd við dauðann“

„Þetta var mjög erfitt en ég er miklu sterkari fyrir vikið. Ég er ekki hrædd við dauðann, ég er meira hrædd við að missa heilsuna heldur en að deyja. Því þegar þú ert búin að fara í gegnum þrjár aðgerðir á skömmum tíma og liggja svona mikið og vera svona lasin… Ég gat ekki labbað sjálf, ég var það veik. Ég byrjaði að fara á rúntinn með göngugrind á spítalanum. Þegar þú verður svona ógeðslega lasin þá þarftu að byrja upp á nýtt. Ég komst varla upp stigann heima. Og það er það sem mér finnst hræðilegra en allt annað. Mér fannst ég vera gömul kona, bara búin. Maður hrörnar svo hratt þegar maður er svona veikur,“ segir Kidda.

Kidda svarfdal er gestur vikunnar í Fókus.

„Ég er rosa hraust í dag. Fólk hefur sagt við mig að ég sé hetja, en ég er engin hetja. Ég væri hetja ef ég hefði boðið mig fram í þetta […] Þetta er ekki hetjuskapur því þetta er það sem við gerum öll, við viljum lifa. Ég þarf ekkert að vera einhver hetja, ég er alls engin hetja. Ég grét og grét og var rosa hrædd í marga mánuði eftir þetta. En í dag hugsa ég mjög jákvætt um þetta.“

Veikindin breyttu sýn hennar á lífið. Hún leyfir sér að njóta meira, hikar ekki við að taka ákvarðanir og lifir meira í núinu.

„Ég var ótrúlega heppin að fá að lifa. Yfirleitt deyr fólk innan 24 tíma eftir að það fær blæðingu. Þannig ég var sérstakt tilfelli á spítalanum. Þeir komu alveg nokkrir heilaskurðlæknar og [spurðu mig út í tímalínuna], því þeir skildu ekki hvernig þetta gat gerst. Að ég hafi verið að leita mér aðstoðar í fjóra daga og það hafi verið að blæða á meðan.“

Kidda skrifaði um reynslu sína á Hún.is þegar hún var að fara í gegnum ferlið. Smelltu hér til að lesa.

Fylgstu með Kiddu á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpið hennar Fullorðins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fimm fara frá Newcastle
Fókus
Í gær

Svona var hjónabandið árið sem hann hélt framhjá – „Líf þitt getur breyst á einni nóttu“

Svona var hjónabandið árið sem hann hélt framhjá – „Líf þitt getur breyst á einni nóttu“
Fókus
Í gær

Fékk áfall þegar hann sá hvað kaffihúsið rukkaði aukalega fyrir – „Hvar endar þetta?“

Fékk áfall þegar hann sá hvað kaffihúsið rukkaði aukalega fyrir – „Hvar endar þetta?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Sævars hangir á bláþræði – Vísað frá af læknum sem segja hann haldinn sjúklegri viðurkenningarþörf og athyglissýki

Líf Sævars hangir á bláþræði – Vísað frá af læknum sem segja hann haldinn sjúklegri viðurkenningarþörf og athyglissýki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfalla-og neyslusaga Gunnars hófst í grunnskóla – Varð faðir 16 ára: „Hún hefur síðan bjargað lífi mínu mörgum sinnum“

Áfalla-og neyslusaga Gunnars hófst í grunnskóla – Varð faðir 16 ára: „Hún hefur síðan bjargað lífi mínu mörgum sinnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Undir auknu vinnuálagi þar sem samstarfskonan segist ófrísk og ekki geta unnið mikið – Sannleikurinn er allt annar

Undir auknu vinnuálagi þar sem samstarfskonan segist ófrísk og ekki geta unnið mikið – Sannleikurinn er allt annar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndbandið við kosningalag Jóns Gnarrs þar sem gamalt lag fær nýtt líf – „Gefum honum von o-o-ó“

Sjáðu myndbandið við kosningalag Jóns Gnarrs þar sem gamalt lag fær nýtt líf – „Gefum honum von o-o-ó“
Hide picture