fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 09:30

Pétur Óskar býr í sumarbústað við Meðalfellsvatn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þriggja ára hlé frá tónlistinni hefur Pétur Óskar, sem áður gekk undir listamannsnafninu Oscar Leone, gefið út sitt sjötta lag: Hræddir litlir strákar.

Lagið vann Pétur með Axeli Flex sem hefur unnið með frábæru listafólki á borð við Björk, KK og Jet Black Joe. „Ég var staddur fyrir norðan í tæpt ár og bjó í Hrísey um stund, svo ég var að leita að pródúsent fyrir norðan og eftir samtal við Axel þá leist mér strax vel á hann. Fann fyrir einlægni og mýkt, sem er mér mikilvægt í sköpunarferlinu,“ segir hann.

Fyrri lög Péturs, Lion, Superstar og Take the Seasons voru mikið spiluð í útvarpi bæði hér heima og Lúxemborg, þar sem Pétur ólst upp.

Lion gekk sérstaklega vel í Lúxemborg svo þau fengu mig ásamt hljómsveit til að opna nýjan þjóðarleikvang Lúxemborgar og var það frábær upplifun. Það var líka bara mjög gaman að ferðast með góðum vinum mínum í hljómsveitinni og er þetta ferð sem ekkert okkar mun gleyma á þessari lífsleið held ég,“ segir Pétur.

Pétur hefur verið tilnefndur tvisvar til íslensku tónlistarverðlaunanna.

Lagið kom til hans á Snaps

Hræddir litlir strákar’ kom til Péturs eftir kvöldstund með vinum sínum á veitingastaðnum Snaps. Pétur vill ekki gefa of mikið upp um innihald lagsins en segir þó að það sé um hversu þunn línan er á milli þess að elta drauma sína og þess að staðna og lifa með eftirsjánni yfir einhverju sem hefði geta orðið. Í laginu sameinar Pétur áhrif frá draumkenndu poppi Lönu Del-Rey og kvikmyndatónlistar í ætt við Kavinsky, í bland við textasmíð Bob Dylan og hippagrúv Edward Sharpe and the Magnetic Zeros.

Pétur Óskar.

Ástæða þess að Pétur hefur ekki gefið út lag í þrjú ár er sú að hann lagði land undir fót stuttu eftir Covid til þess að elta leiklistargyðjuna. Hann lék aðalhlutverk í vinsælustu sjónvarpsþáttum Þýskalands, Tatort, sem og að leika í hinu virta Shakespeare leikhúsi í Gdansk og öðrum þýskum sjónvarpsþætti sem ber nafnið Hagen og fjallar um sögu Niflungahringsins.

„Eftir Tatort bjó ég um stund í Berlín en ákvað svo að flytja til Nice í Suður Frakklandi af því að mig vantaði sól í lífið. Þaðan flaug ég til Prag að taka upp þessa þætti. Það var gaman að taka upp þar og kynnast borginni. Svo var líka mjög gaman að taka upp í Barrandov Studios sem er vel þekkt í heimi kvikmyndalistarinnar “

Býr í sumarbústað

Um þessar mundir býr Pétur Óskar í sumarbústað við Meðalfellsvatn þar sem hann heldur áfram að semja tónlist, klappa hestunum og ganga um í náttúrunni enda ekki fjölbýlishúsum hæfur sökum gítarspils seint á næturnar.

Það sem er á döfinni hjá Pétri á næstunni er útgáfa á fimm laga EP plötu sem kemur út í júní. „Við Axel erum að leggja lokahönd á plötuna og hlakka ég mikið til að gefa hana út. Það er reyndar líka kvíðavaldandi að gefa út lög en það er fórnarkostnaðurinn við að gefa eitthvað út. Maður er mjög berskjaldaður og þarf ég að hafa mig allan við, dagana sem ég gef út. Þá fer ég yfirleitt í langar göngur, minni mig á hver ég er og hvað það er, sem er í rauninni mikilvægt í lífinu. Svo hoppa ég í ískaldan hyl sem er í næsta nágrenni og það jarðtengir mig.“

Í haust koma svo út íslenskir þættir á Stöð 2 sem heita Flamingó Bar, þar sem Pétur leikur dyravörð sem lendir í allskonar ævintýrum.

Það er greinilega nóg á döfinni hjá Pétri Óskari og verður gaman að fylgjast með ævintýrum hans næstu misseri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum