fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Fókus

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 14:30

Tom Cruise

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandariski leikarinn Tom Cruise er orðinn 61 árs og slær ekki slöku við í starfinu þar sem hann leikur í eigin áhættuatriðum.

DailyMail greinir frá því í gær að nýlegar myndir teknar af Cruise í fríi á spænskri strönd sýni að líkamsbygging hans passar ekki alveg við aðrar karlkynshetjur Hollywood á sama aldri.

Aðdáendur Cruise voru fljótir að bregðast við myndum af honum og tóku eftir því að búkur hans virtist „lafa“ þrátt fyrir að Cruise sé í góðu formi líkamlega. Töldu sumir að ástæðan væri sú að leikarinn hafi gengist undir fegrunaraðgerð eins og ígræðslu eða jafnvel fitusog.

Margir báru Cruise saman við jafnaldra hans eins og Brad Pitt og Benjamin Bratt, sem báðir eru sextugir.

Brad Pitt við tökur á Once Upon A Time In Hollywood árið 2020
Benjamin Bratt í kvikmyndinni Mother of the Bride
Söngvarinn Lenny Kravitz er í fantaformi 59 ára

Að sögn Dr David Hill, lýtalæknis í Chicago í Bandaríkjunum gæti laus húð í kringum miðju búksins verið afleiðing fitusogs. Fitusog er aðferð sem felur í sér að soga út lítil svæði af fitu á svæðum líkamans þar sem útfellingar safnast saman, eins og á rassi, mjöðmum, lærum og kvið.

„Venjulega, þegar þú léttist náttúrulega með tímanum, færðu minna af því að húðin gárast og er óregluleg. Þegar um fitusog er að ræða, vegna þess að það gerist hratt og á stuttum tíma, hefur húðin ekki tíma til að dragast eins mikið saman, þannig að lafandi húð Tom Cruise gæti verið merki um fitusog. En ef hann hefur farið í aðgerðina hefur aðgerðin verið unnin vel,“ sagði Dr Hill.

„Ég sé engin merki óreglulegra útlína á líkama hans sem gæti bent til slæms fitusogs, en það er aukin vöðvaskilgreining, sem endurspeglar fyrri myndir hans þegar hann var yngri. Ef aðgerðin var gerð, var hún gerð vel.“

Dr. Howard Sobel, snyrtihúðlæknir við Lenox Hill sjúkrahúsið í New York, sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja með vissu hvort Cruise hafi farið í fitusog eða ekki. Húðin sem við sjáum á myndunum, segir hann, sé aðeins eðlilegt merki um öldrun.

„Hjá öllum 61 árs gömlum mönnum myndirðu búast við því að vera með einhverja slappa húð, því þegar við eldumst missum við þessa mýkt í húðinni. Svæðin á brjóstkassa og svæðin fyrir neðan hann, húðin í kringum rifbeinin og kviðarholið eru mjög oft þau fyrstu sem missa teygjanleikann, sérstaklega hjá karlmönnum.“

Þegar fólk eldist minnkar kollagen- og elastínmagn í húðinni smám saman, sem veldur því að hún tapar styrk og verður minna stinnari.

Sobel bætir við að lafandi húð sé fylgikvilli sem sést aðeins hjá sjúklingum sem hafa mikla fitu að missa, sem á ekki við hjá Cruise.

Cruise hefur alltaf viðhaldið heilbrigðum lífsstíl og líkamsbyggingu og stundar fjölbreytta  líkamsrækt til að halda sér í formi. „Sjókajaksiglingar, hellaferðir, skylmingar, hlaupabretti, lóð, klettaklifur, gönguferðir, skokk, ég stunda svo margar mismunandi íþróttir,“ sagði Cruise í viðtali við Men´s Health. 

Cruise fylgir í dag fimm daga líkamsþjálfunaráætlun sem felur í sér þriggja daga þyngdarþjálfun og þolþjálfun auk tveggja daga meira „úti“ athafna eins og skylmingar eða gönguferðir. Nýtir hann þjónustu sérfræðinga sem fylgjast með öllum nýjustu líkamsræktarvísindum og tækni.

„Hvað sem hann er að gera, það virkar. Þú hittir hann og hann lítur út fyrir að vera 10 árum yngri en hann er.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bessastaða bjargvættirnir – Ofurkraftarnir sem forsetaframbjóðendurnir vilja hafa

Bessastaða bjargvættirnir – Ofurkraftarnir sem forsetaframbjóðendurnir vilja hafa
Fókus
Fyrir 3 dögum

17 milljón króna brúðarkjóll Meghan Markle sem drottningunni fannst „of hvítur“

17 milljón króna brúðarkjóll Meghan Markle sem drottningunni fannst „of hvítur“