fbpx
Fimmtudagur 19.maí 2022
Fókus

Þurr janúar – Þetta gerist ef þú sleppir áfenginu í 28 daga

Fókus
Mánudaginn 10. janúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem ætla að hringja inn nýja árið með því að taka þátt í þurrum janúar. En í því felst að setja tappana í áfengisflöskurnar þar til í febrúar. Hjá sumum hafa svona tilraunir heppnast svo vel að tappinn er aldrei tekinn af aftur.

The Mirror hefur tekið saman upplýsingar frá sérfræðingum meðferðarheimilisins Priory um hvaða áhrif það hefur á líkamann að hætta að drekka í mánuð.

Fyrsta vikan 

Samkvæmt sérfræðingunum er fyrsta vikan sú erfiðasta ef áfengi er hluti af vikulegri rútínu þinni. Hins vegar ef fólk kemst í gegnum þessa viku ætti það að taka eftir því að meiri regla kemst á svefninn – sem gæti þýtt að það sé erfiðara að sofna til að byrja með, sérstaklega hjá þeim sem eru vanir að fá sér einn fyrir svefninn. Áfengi fær fólk til að sofna hraðar, en á sama tíma dregur það úr svefngæðum.

Án áfengis eru líka meiri líkur á því að fólk borði hollari mat og minni líkur á að grípa skyndibita. Vökvastaðan í líkamanum verður líka betri þar sem áfengi þurrkar okkur upp.

„Ef þú sleppir áfenginu ættir þú líka að taka eftir því að það verður auðveldara að halda einbeitingu og þú verður síður þreytt“

Önnur vikan 

Á viku tvö finnur fólk líklega vel fyrir betri svefngæðum og betri nýtingu á vökva.

Þú finnur fyrir meiri drifkrafti og húðin þín lítur betri út –  lítur ekki út fyrir að vera bjúguð heldur heilbrigð.

Þeir sem glíma við bakflæði eða brjóstsviða ættu líka að finna minna fyrir því án áfengisins sem er gjarnt á að valda erting í maganum.

Þriðja vikan 

Samkvæmt sérfræðingunum ættu sumir að taka eftir lægri blóðþrýsting á þriðju vikunni. Aðrir gætu líka verið léttari á sér enda margar hitaeiningar í áfengum drykkjum.

Fjórða vikan 

Á þessum tíma máttu klappa sjálfu þér vel á bakið og þér líður líklega mjög vel líka. Húðin þín lítur án efa betur út, þar sem bólur eiga það til að hverfa sem og húðþurrkur“

Sérfræðingarnir benda einnig á að þeir sem hafi varið töluverðu fé til áfengiskaupa ættu nú að hafa meira á milli handanna en ella og jafnvel gæti skapið verið orðið betra.

Rannsókn bendir til ávinnings

Bresk rannsókn frá árinu 2018 bendir til þess að ávinningurinn af áfengisbindindi sé mikill. Vísindamenn við Háskólann í Sussex framkvæmdu rannsókn með þeirra sem slepptu áfengi í janúar árið 2018. Alls fylgdust vísindamennirnir með 816 einstaklingum og lögðu fyrir þá spurningalista í byrjun árs, fyrstu vikuna í febrúar og síðan annan í ágúst sama ár.

Niðurstöðurnar voru á þá leið að áfengisbindindið í janúar hafði mikil áhrif út árið. Þannig drukku þátttakendur einum degi sjaldnar í  viku en fyrir bindindið, 3,3 daga eftir bindindið en 4,3 daga fyrir. Þegar þátttakendur drukku þá drukku þeir einnig færri drykki eftir átakið, annarsvegar 8,6 áfengiseiningar fyrir bindindi og 7,1 einingu að því loknu.

Ávinningurinn var einnig sá að níu af hverjum tíu þátttakendum sparaði peninga, sjö af tíu sváfu betur og sex af hverjum tíu léttust. Þá sagðist helmingur þátttakenda hafa tekið eftir því að húð þeirra væri í betra ástandi.

Þátttakendur upplifðu einnig ýmsar aðrar  jákvæðar breytingar, til dæmis sögðu 76% að þeir hefðu komist betur í skilning um hvenær og af hverju þeir drykkju áfengi og 71% fólks sagðist hafa lært að það væri hægt að skemmta sér án áfengis.

Þá er um að gera að hefja slíkt átak því áhrifin eru jákvæð þó að maður falli á bindindinu. „Það var athyglisvert að þessar jákvæðu breytingar, voru einnig sýnilegar meðal þeirra sem tóku þátt en náðu ekki að vera áfengis út janúarmánuð. Breytingarnar voru minni en mjög greinilegar. Það er því greinilegt að það er gott að taka þátt í slíku átaki,“ sagði Dr. Richard de Visser sem fór fyrir rannsóknarteyminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Beraði sig í Laugardal
Fókus
Í gær

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna
Fókus
Í gær

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum

Julia Fox útskýrir af hverju hún fór að versla á nærfötunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði

Mannslíkaminn er furðuverk: Pissum baðkari á mánuði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár

Heiður og skylda ofar öllu – Maðurinn sem háði eins manns stríð í þrjátíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eurovision-aðdáendur fara hamförum í Twitter-gríni

Eurovision-aðdáendur fara hamförum í Twitter-gríni
Fókus
Fyrir 4 dögum

YouTube er heimili kattamyndbanda – Nokkrir elskuðustu kettir internetsins

YouTube er heimili kattamyndbanda – Nokkrir elskuðustu kettir internetsins