Það sjá ekki allir mikið orsakasamhengi á milli kynlífs og dauða, en eflaust hugsa sér margir að gott væri að deyja í miðjum klíðum. The Sun tók saman nokkur dæmi um slíka dauðdaga, en þeir eru líklega ekki eins ástríðufullir og draumkenndir eins og marga myndi gruna. Hér má lesa um nokkur þessara dæma:
Límdi á sér typpið
Á dögunum var greint frá því að maður í Indlandi hafi notað lím til að loka fyrir þvagrásina sína. Hann hafi sem sagt límt getnaðarliminn sinn saman, í því skyni að það myndi virka sem getnaðarvörn. Hann lést á hóteli í Gujarat vegna líffærabilunnar, sem kom til vegna límsins í limnum.
Fullnæging dauðans
Sjálf fullnægingin getur verið lífshættuleg. 35 ára gamall maður var fórnarlamb hennar í Malaví á síðasta ári, þegar hann fékk einhverskonar ofsafullnægingu. Maðurinn hafði heimsótt vændiskonu, og þar fékk hann fullnægingu sem varð til þess að æðar í heilanum hans skemmdust.
Lögreglan í Malaví staðfesti í kjölfarið að engin væri ákærður vegna málsins, enda hafi hann dáið af náttúrulegum orsökum.
Ljón drap kynlífið
Það getur líka verið hættulegt að stunda kynlíf utandyra, sérstaklega ef að hættuleg dýr eru í grennd. Árið 2013 greindu miðlar í Simbabve frá slíku atviki, en par sem stundaði kynlíf í runna urðu fórnarlömb ljóns. Ljónið drap konu, en karlkyns elskhugi hennar komst undan.
Fram kom að hann hafi hlaupið frá vettvangi og gert lögreglu viðvart, klæddur í ekkert nema smokk. Ljónið var síðan drepið ásamt öðrum mannætuljónum.
Viagra drepur
Árið 2016 lést 54 ára gamall breskur ferðamaður í Taílandi eftir að hann notaði Viagra til að stunda kynlíf með vændiskonu. Hann er talinn hafa lokið sér af, farið inn á baðherbergi, og fengið hjartaáfall og látið lífið. Talið er að Viagraið hafi orðið honum að bana.
Svipaður dauðdagi átti sér stað í Taílandi í fyrra þegar maður lést eftir að hafa tekið lyfjakokteil sem innihélt meðal annars Viagra. Sá tók þátt í orgíu á hótelherbergi, en lögregla sagði mikið kynlíf hafa orðið honum að bana, og að ekkert grunsamlegt hafi verið á seiði. Þó tók lögregla fram að dauðdaginn væri skammarlegur fyrir manninn og fjölskyldu hans.
Harmleikur í sæðisbanka
23 ára gamall maður lést árið 2012, eftir að hann fékk hjartaáfall í sæðisbanka í Wuhan-borg í Kína. Hann virðist hafa reynt of mikið á sig, en hann hafði heimsótt bankann fjórum sinnum á tíu dögum. Andlát hans kom í ljós þegar starfsfólk bankans byrjaði að hafa áhyggjur af því hvað maðurinn væri lengi í klefa í næði, en þá hafði hann verið þar í tvo tíma.
Fjölskylda mannsins fór í mál við sæðisbankann, og vildi meina að bankinn væri ábyrgur fyrir dauða mannsins. Niðurstaðan var þó sú að það hafi verið á ábyrgð mannsins að fara sjálfur í sæðisbankann.
Lögregluþjónninn sem lést í trekant
Árið 2009 lést lögregluþjónn í Bandaríkjunum er hann fékk hjartaáfall á meðan hann var í trekant. Maðurinn var giftur, en hann var að stunda kynlíf með annari konu og karli á hótelherbergi í Atlanta er hann skyndilega féll kylliflatur í jörðina.
Eiginkona mannsins fór í mál við lækni eiginmanns síns, og sakaði hann um að hafa ekki varað manninn við því að stunda kynlíf. Hún vann málið og fékk meira en þrjár milljónir bandaríkjadala frá lækninum.
Kæfandi brjóst
Brjóst geta verið hættulegri en margir halda. Árið 2013 lést maður í Washington-fylki Bandaríkjanna á meðan hann stundaði kynlíf. Elskhugi mannsins sagðist ekki vita hvernig maðurinn hafi látið lífið, en vitni sagðist hafa séð konuna kæfa manninn með brjóstunum sínum.