fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fókus

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ gerir allt vitlaust

Fókus
Miðvikudaginn 15. september 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir hvernig á að nota örbylgjuofn „rétt“ hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

TikTok-stjarnan Isabella Avila, sem er með rúmlega 15 milljón fylgjendur á miðlinum, segir að besta leiðin til að hita matinn þinn í örbylgjuofni er að setja ílátið á brún disksins í ofninum.

„Hefurðu ekki lent í því að hita upp matinn þinn og hluti af honum er sjóðandi heitur og annar hluti er enn frosinn?“ Segir Isabella í myndbandinu.

„Það gerist því þú setur ílátið í miðjuna á disknum í örbylgjuofninum. Ílátið ætti að vera á brúninni svo það getur snúist og allt hitnar jafnt.“

Skjáskot/TikTok

Það er óhætt að segja að aðferð Isabellu hefur vakið athygli. Myndbandið hefur fengið yfir sex milljónir í áhorf.

„Ég hef augljóslega verið að nota örbylgjuofninn vitlaust allan þennan tíma,“ segir einn netverji.

News.au fjallar einnig um aðferð Isabellu og ræðir við ástralskan sérfræðing sem segir að það fari eftir örbylgjuofninum hvernig hann hitar matinn þinn.

„Til að fá sem bestu niðurstöðu þá skiptir staðsetning ílátsins engu máli, þrátt fyrir hvað [Isabella] heldur fram í myndbandinu, heldur að hræra í matnum á meðan þú hitar hann. Þess vegna segja svo margar uppskriftir að þú eigir að stoppa örbylgjuofninn, hræra aðeins í matnum og kveikja aftur á honum.

@onlyjayusMicrowave Hacks 🧑🏼‍🍳 ##fyp ##microwavehacks ##microwave ##cookinghacks ##cooking ##chef ##lifehacks ##lifeadvice ##onlyjayus♬ STAY – The Kid LAROI & Justin Bieber

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozzy Osbourne fallinn en felur það fyrir konu sinni

Ozzy Osbourne fallinn en felur það fyrir konu sinni
FókusMatur
Fyrir 3 dögum

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur rappari fékk sé slurk af jökulvatni – En er það í lagi?

Frægur rappari fékk sé slurk af jökulvatni – En er það í lagi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“