fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Kærasta raunveruleikastjörnunnar lætur aðdáendur heyra það eftir að kynlífsmyndbandið birtist

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 18:30

Samsett mynd - Skjáskot af Twitter-síðu Jessicu Bear

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birti raunveruleikastjarnan Stephen Bear gróft kynlífsmyndband af sér og kærustu sinni Jessicu Smith á Twitter til þess að auglýsa OnlyFans-síðu sína. Myndbandið olli miklum usla, en á því má sjá Smith veita Bear munnmök. Fólk vildi að myndbandið yrði tekið út, en Twitter ritskoðar yfirleitt ekki klámfengið efni.

Sjá einnig: Aðdáendur í uppnámi – Birti gróft kynlífsmyndband upp úr þurru

Jessica Smith fékk mikla hvatningu frá fólki sem vildi að hún myndi hætta með Bear eftir birtingu myndbandsins, en hún lét aðdáendur sína heyra það á Twitter, og sagði þeim að pæla ekki í einkalífi sínu og kærasta síns.

„Fólk ætti að hafa áhyggjur af eigin kynlífi áður en það fer að tjá sig um okkar. Fólk hlýtur að vera orðið mjög leitt á því sem það gerir í eigin svefnherbegi til þess að vera með þráhyggju yfir okkur. Ég elska kærastann minn með öllu mínu hjarta,“

Auk þess skrifaði Jessica á Twitter: „Ég trúi því ekki hvað ég er að fá mikla athygli. Mér líður eins og Kim Kardashian, eða ætti ég að segja Kim Bear.“

The Sun hefur greint frá því að Bear gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að birta myndbandið, en það var tekið upp á hótelherbergi í Tyrklandi.

Birting á kynlífsmyndbandi sem þessu getur túlkast sem alvarlegt blygðunarsemisbrot þar í landi, þar sem kynlífsathöfnin sem sést í því flokkast sem „ónáttúruleg“.

„Ónáttúrulegt kynlíf“ er samkvæmt lögunum munnmök, endaþarmsmök, hópkynlíf, og kynlíf samkynhneigðra.

Stephen Bear er afar umdeildur í Bretlandi en hann hefur verið í hinum ýmsu raunveruleikaþáttum á borð við Shipwrecked, Ex on the Beach, Celebrity Big Brother og Just Tattoo of Us.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt