fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
Fókus

Ímyndar sér að makinn sé faðir sinn á meðan þau stunda kynlíf – „Ég hugsa um það ósmekklegasta sem mér dettur í hug“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið að stunda ansi gott kynlíf alveg síðan ég var fimmtán ára, og mér hefur fundist ég vera ansi heppin með það. En ég er byrjuð að átta mig á einu. Ég geri eitt á meðan ég stunda kynlíf sem ég vildi að ég myndi ekki gera,“

Svona hefst lesandabréf sem birtist í Slate um helgina, þar sem kona óskar eftir ráðum varðandi kynlífið sitt. Hún segir að á meðan hún stundi kynlíf sé hún föst í fantasíu. Oft reyni kærastinn hennar að taka þátt í henni, en hann átti sig ekki á því um hvað hún snúist og sé í raun allt annars staðar en hún.

„Þegar ég finn að ég er tilbúin að fá fullnægingu byrja ég að hugsa um það ósmekklegasta sem mér dettur í hug, og ég þarf alltaf að ganga lengra en skiptið á undan. Og það eina sem mér finnst enn þá óviðeigandi og taboo er sifjaspell. Þannig ég er alltaf að ímynda mér að bólfélagi minn sé faðir minn. Ekki alvöru faðir minn, heldur snýst fantasían um að ég sé dóttir kærasta míns,“

Konan heldur áfram, og segir að undanfarið hafi þetta gengið lengra og lengra. Hún tekur fram að kærastinn sinn sé þrjátíu árum eldri en hún, og að þessi tiltekna fantasía sé það eina sem hún hugsi um á meðan hún sé með honum.

„Það tekur mig langan tíma að fá fullnægingu, vegna þess að ég er alltaf að einbeita mér að fantasíunni. Ég reyni að gera hana eins ósmekklega og mögulegt er, en í raun ætti ég að einbeita mér því hvað kærastinn minn er að gera, en hann er frábær elskandi og mér finnst hann mjög kynæsandi. Við höfum nú verið saman í tíu mánuði, en undanfarið líður mér illa eftir að ég stunda kynlíf. Ég er hreinlega ekki með sjálfri mér eftir það. Síðustu helgi eyddi ég heilum degi í að ná mér því ég var svo hrædd. Mér leið eins og eitthvað slæmt væri að fara að gerast.“

Þá segist konan vera að frá martraðir er varða sifjaspell sem láta henni líða illa. Henni langar að fjarlægjast fantasíuna og vera meira meðvituð í sjálfu kynlífinu.

Fékk svar frá sérfræðingi

Í svarinu sem konan fékk er vitnað í sálfræðinginn Justin Lehmiller, sem hefur rannsakað fantasíur fólks. Hann segir eðlilegt að fólk noti fantasíur til að krydda upp á og bæta kynlífið. Þær geti verið góð tól til þess.

Hann sagði að fantasíur um sifjaspell væru algengar, og einnig væri eðlilegt að fá óbeit eftir fullnægingu. Þá benti hann á að oft væri gott að einbeita sér að öðrum og fjölbreyttari fantasíum frekar en að festast í einni.

Lehmiller benti þó á að fantasía valdi manni mikilli vanlíðan sé sniðugt að leita til sálfræðings. Þar gæti maður lært að takast á við tilfinningarnar sem fantasían býr til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Á hvaða hátíð var myndin tekin? Taktu prófið!

Á hvaða hátíð var myndin tekin? Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“

Stórstjarnan segist aldrei hafa drepið neinn – „Þessi orðrómur er lygi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum

Britney Spears gerir allt vitlaust á ný – Birtir myndband af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt bikiní vekur athygli – „Hún gæti alveg eins verið nakin“

Nýtt bikiní vekur athygli – „Hún gæti alveg eins verið nakin“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Umdeildi skopmyndateiknarinn hættir ekki – Skítkast úr kamri vegna bólusetninga

Umdeildi skopmyndateiknarinn hættir ekki – Skítkast úr kamri vegna bólusetninga