fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fókus

Reynslusaga – Gift hjón fara á kynlífsklúbb í fyrsta skipti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. júní 2021 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Genevieve Perez og eiginmaður hennar fóru á kynlífsklúbb í fyrsta skipti. Hún skrifar um upplifun sína í pistli sem birtist á bodyandsoul.com.

Genevieve segir að þó hún njóti þess að stunda kynlíf þá sé hún ekki hrifin af neinu sem telst „óvenjulegt“ eða „yfirdrifið“ í svefnherberginu.

„Þess vegna var ég frekar hissa þegar ég var að stunda kynlíf með eiginmanni mínum fyrir framan ókunnuga fyrir nokkrum vikum,“ segir hún.

Genevieve var að rölta um götur Sydney í Ástralíu með eiginmanni sínum þegar þau komu að Sydney‘s Couples Club. Forvitin um hvers konar staður þetta væri leituðu þau upplýsinga á netinu og komust að því að næsta föstudag væri „First Time Friday“ – sem þýðir að það sé tilvalinn tími fyrir byrjendur að mæta.

„Við ákváðum að fara,“ segir Genevieve. „Við vorum ekki endilega að fara með það í huga að „swinga“ eða jafnvel „leika“ (eins og heimasíða kynlífsklúbbsins kallaði það) við aðra. Við vorum bara forvitin og áhugasöm um að prófa eitthvað nýtt.“

Genevieve segir að þau hjónin elski að fara saman á strippklúbbi. „Ég meina hver elskar ekki að horfa á fallega konu dansa? En þannig vissum við að okkur liði vel með nekt en við ákváðum nokkrar grundvallarreglur,“ segir hún og fer yfir reglurnar.

„Við ákváðum að ef okkur langaði þá myndum við stunda kynlíf fyrir framan aðra. Við vildum samt ekki að neinn annar myndi taka þátt og við vorum sammála um að ef annað okkar skipti um skoðun þá myndum við tala um það eftir á og fara svo kannski aftur á klúbbinn seinna.“

Föstudagskvöldið gekk í garð og fékk Genevieve sér eitt vínglas á meðan hún gerði sig klára. „Ég fór í kynþokkafull nærföt […] Við tókum með okkur kampavínsflösku og drifum okkur af stað.“

Genevieve segir að þegar þau mættu á staðinn hafi húsreglurnar verið kynntar. „Þú einfaldlega nálgast þá sem þú hafur áhuga á en ef þeir setja upp lófann þá þýðir það „nei“ og þú setur fram lófann ef einhver er að nálgast þig sem þú hefur ekki áhuga á,“ segir hún.

Mynd/Getty

„Við fórum á barinn og fengum okkur kampavínsglas og horfðum aðeins í kringum okkur. Það voru nokkrir skjáir víðs vegar með alls konar klámi, það var strippsúla í miðju herbergisins og barþjónninn var í netasokkabuxum og nærfötum. Það voru nokkur önnur pör á barnum og stuttu seinna var verið að rassskella konu á fjórum fótum. Þetta var frekar fyndið en kynþokkafullt og fólkið þarna virtist vera að leggja mikið á sig að líta eðlilega út.“

Genevieve segir að þau hjónin hefðu rölt um staðinn og séð þar nokkur herbergi skreytt svipum og ólum. Þau komu að tómu herbergi og ákváðu að „leika“ sér aðeins þar.

„Á meðan við vorum þarna inni komu þó nokkrir og reyndu að taka þátt eða horfðu bara á. Það kveikti ekkert endilega í mér en það truflaði mig heldur ekki, þetta augljóslega fylgdi bara umhverfinu,“ segir hún.

Hún segir að hjónin hefðu komist að niðurstöðu seinna um kvöldið. Þau voru ánægð að hafa farið en að þetta sé meira skemmtileg saga heldur en eitthvað sem þau ætla að byrja að stunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp

Segir sérkennilega kvöldrútínu vera ástæðuna fyrir því að hún sé einhleyp
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“

„Það er því kannski ekki skrítið að þessi hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“

Hélt að kærastinn vildi bara taka þátt í TikTok-trendi á Íslandi – „En hann hafði önnur plön“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara

Vísindamenn hafa uppgötvað nýtt „töfralyf“ sem er sagt virka hraðar en Ozempic – Og það er helmingi ódýrara