fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Fókus

„Kærasta mín er að flytja aftur inn með fyrrverandi – Ætti ég að hafa áhyggjur?“

Fókus
Fimmtudaginn 10. júní 2021 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Maðurinn hefur miklar áhyggjur en kærasta hans er að fá nýjan herbergisfélaga sem er enginn annar enn fyrrverandi kærasti hennar.

„Kærasta mín var að segja mér að þó svo að fyrrverandi kærasti hennar sé að flytja aftur inn til hennar þá eru þau ekki að byrja aftur saman. En ég kemst ekki hjá því að hugsa að hún sé að draga mig á asnaeyrum,“ segir maðurinn.

Hann og kærastan kynntust í gegnum stefnumótaforrit fyrir nokkrum mánuðum en honum finnst erfitt að átta sig á ef hún er hrifin af honum.

„Við tölum saman flesta daga en stundum ekki ef við erum upptekin. Ég er 33 ára og hún er 30 ára,“ segir hann.

„Hún segist vera hrifin af mér en síðan varpaði hún fram þessari sprengju með fyrrverandi, sem hún var með í þrjú ár. Hún segir að ég ætti ekki að hafa áhyggjur þar sem þau eru ekki að byrja aftur saman en ef ég færi til hennar núna myndi mér finnast ég út undan.

Hún viðurkenndi að fyrrverandi kærasti hennar hefði reynt að fá hana til að taka saman á ný en hún fullvissaði mig um að það myndi ekki gerast. Ég vil trúa henni en ég vil líka að hún sé hamingjusöm. Er hún að draga mig á asnaeyrum?“

Deidre svarar manninum og segir að kærasta hans þurfi að gefa honum almennilega útskýringu á af hverju fyrrverandi sé að flytja aftur inn til hennar. „Þú augljóslega treystir henni ekki, kannski af góðri ástæðu,“ segir Deidre.

„Ekki draga ályktanir fyrr en þú hefur talað við hana. Hún þarf að hlusta á áhyggjur þínar og ef hún virðir ekki tilfinningar þínar þá þarft þú að ákveða hvort þú getur verið í sambandi þar sem þú ert óöruggur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi eiginkona Eminem nær óþekkjanleg á fyrstu myndunum í mörg ár

Fyrrverandi eiginkona Eminem nær óþekkjanleg á fyrstu myndunum í mörg ár
Fókus
Í gær

Var í stöðugum ótta við að lögreglan myndi koma og taka þá þegar þeir voru að halda athafnir

Var í stöðugum ótta við að lögreglan myndi koma og taka þá þegar þeir voru að halda athafnir
Fókus
Í gær

Sólborg kemur bókinni sinni til varnar – „Fullyrðingar á borð við „þessar bækur eru barnaníð“ er eitthvað sem ég verð að svara fyrir“

Sólborg kemur bókinni sinni til varnar – „Fullyrðingar á borð við „þessar bækur eru barnaníð“ er eitthvað sem ég verð að svara fyrir“
Fókus
Í gær

Kim Kardashian sögð vera að slá sér upp með NFL-stjörnu

Kim Kardashian sögð vera að slá sér upp með NFL-stjörnu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur barðist einn við Golíat og hafði betur – „Mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir“

Ólafur barðist einn við Golíat og hafði betur – „Mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms

Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástaróður að norðan – „Get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum“

Ástaróður að norðan – „Get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum“