fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Jón Viðar tekur Dýrið af lífi: „Mér varð á að skella upp úr og heyrði ekki betur en það gerðu fleiri bíógestir“

Fókus
Miðvikudaginn 27. október 2021 18:00

Jón Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar til fjölda ára, er ekki par hrifinn af kvikmyndinni Dýrið sem sýnd er í kvikmyndahúsum hér á landi þessa dagana og er orðin aðsóknarmesta íslenska kvikmyndin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum.

Myndin er frumraun leikstjórans Valdimars Jóhanns­sonar og hefur hlotið mikla athygli á erlendum kvikmyndahátíðum. Með aðalhlutverk fara Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason en þau leika hjón sem taka að sér veru sem er hálfmennsk og hálft lamb, og ala hana upp sem sitt eigið barn.

Jón Viðar er ekki lengi að greina myndina: „Og er fljótsagt að mér þótti hún afar vond – og beinlínis leiðinleg eftir þokkalegan upphafskafla sem er að vísu langdreginn en má vera það af því að nauðsyn sögunnar kallar á það,“ segir Jón Viðar í færslu á Facebook þar sem hann tekur fram að hann birti þennan dóm þar sem einhverjir virðist hafa haldið hann vera að birta dulinn dóm um myndina í einhverri annarri færslu, en hann fari aldeilis ekki í felur með sína dóma og komi því þarna með sína skoðun umbúðalaust.

Hann heldur áfram: „Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund…. Þetta upphaf virðist lofa góðu, að eitthvað duló og spennandi sé í vændum – en svo reynist bara ekki því miður. Þarna er í rauninni engin frekari saga, nema hvað „dýrið“ – sambland af manneskju og kind – tekur að vaxa úr grasi hjá hjónunum sem líta greinilega á það sem sjálfsagðan hlut, jafnvel uppbót fyrir dáið barn þeirra, hafi ég skilið lauslega vísun í þá átt rétt. Skrýtið fólk atarna, verð ég að segja,“ segir hann.

Jón Viðar er heldur ekki ánægður með hvernig myndin endar. „Loks kemur að því að reka endahnútinn á dramað, eins og skylt er samkvæmt hefðbundnum dramatúrgískum fræðum, en það reynist ekki auðvelt þar sem ekkert drama er hér til að reka endahnút á! Endirinn – það er leitt að segja það – er svo fjarstæðukenndur og illa undirbúinn, beinlínis kauðslegur, að mér varð á að skella upp úr og heyrði ekki betur en það gerðu fleiri bíógestir,“ segir hann.

Þá er Jón Viðar hissa á því að góðir leikarar eins og Hilmir Snær og Noomi hafi fengist til að leika í þessari mynd, þau hljóti að hafa úr mun betri atvinnutilboðum að moða. Hann segist hafa heyrt menn hæla kvikmyndatökunni sjálfri en honum fannst hún ekkert spes: „Ef nokkuð er þá sýndist mér hún frekar flöt.“

Hér má lesa færslu Jóns Viðars í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“