fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Fókus

Segist líta út eins og „skrímsli“ eftir nýjustu aðgerðirnar – „Hvað í fjandanum hef ég gert?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 13:07

Katie Price. Myndir/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska sjónvarpsstjarnan og glamúrfyrirsætan Katie Price segist líta út „eins og skrímsli“ eftir nýjustu fegrunaraðgerðirnar.

Katie, 43 ára, fór nýlega til Tyrklands til að gangast undir nokkrar fegrunaraðgerðir. Hún leyfði tökuliði að fylgja sér og taka upp ferlið sem hún ætlar síðan að deila með aðdáendum sínum á YouTube.

Það sem Katie lét gera í þetta sinn var fitusog um allan líkama, augna- og varalyfting, fitusog undir höku og lét svo sprauta fitu í rassinn.

Katie Price.

The Sun birtir myndir af Katie en hún er nær óþekkjanleg á þeim. Aðgerðin var erfið og um tíma var unnusti hennar, Carl Woods, ekki viss um að Katie myndi lifa hana af.

„Hvað í fjandanum hef ég gert?“ segist Katie hafa hugsað eftir aðgerðina.

Katie á fimm börn sem hafa áður átt erfitt með útlitsbreytingar móður sinnar. Í ágúst 2019 var greint frá því að börn hennar grétu þegar þau sáu móður sína eftir fegrunaraðgerð.

„Í alvöru, ég hef farið til helvítis og til baka. Þetta var hræðilegt. Ég leit út eins og skrímsli úr hryllingsmynd,“ segir Katie um nýjustu aðgerðirnar við The Sun.

„Ég hélt að ég myndi deyja […] Mig langar bara í gömlu Katie aftur.“

Katie fór í aðgerðirnar fyrir þremur vikum og hefur verið að jafna sig síðan þá í Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar

LXS-gengið heldur til Lundúnaborgar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Demi Moore birtir gamla mynd af sér og Bruce Willis – Eiginkona hans svarar

Demi Moore birtir gamla mynd af sér og Bruce Willis – Eiginkona hans svarar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana

Stal óvart Píku í 40 mínútur og vingaðist við hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum

Hönnuður kjólsins segir að það hafi verið „stór mistök“ að leyfa Kim að klæðast honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heard segir að hlutverk hennar í Aquaman 2 hafi verið minnkað vegna Depp – „Hann reyndi að fá mig rekna“

Heard segir að hlutverk hennar í Aquaman 2 hafi verið minnkað vegna Depp – „Hann reyndi að fá mig rekna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir