fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Fókus

Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum – Sjáðu myndir og listaverð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 14:00

Lína Birgitta sýnir reglulega frá merkjavörum á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er einn helsti sérfræðingur landsins um merkjavörur. Hún deilir áhuganum með kærasta sínum Guðmundi Birki Pálmasyni, sem landsmenn þekkja betur sem stjörnukírópraktorinn „Gumma Kíró“.

Lína Birgitta á og rekur íþróttavörumerkið Define The Line. Hún er einnig afar vinsæl á samfélagsmiðlum með rúmlega 23,5 þúsund fylgjendur á Instagram og er dugleg að sýna frá fallegu tískuvörunum sem hún hefur fjárfest í. Hún deilir einnig reglulega myndböndum þar sem hún tekur nýjar vörur upp úr kassa og bregst við í beinni.

Það er óhætt að segja að athafnakonan hefur yfirgripsmikla þekkingu á lúxusvörumarkaðinum. Hún gefur stundum góð ráð á samfélagsmiðlum, eins og hvar er best versla varðandi tollgjöld og hvernig á að velja rétta stærð af skóm.

Þegar rennt er yfir Instagram-síðu Línu Birgittu má sjá glitta í fjölda lúxushandtaskna frá merkjum eins og Louis Vuitton, Fendi, Gucci og Yves Saint Laurent. Gummi kemur reglulega fyrir á myndum Línu og er oftar en ekki einnig með einhvers konar merkjavörutösku.

Í fyrra skoðuðum við verðmæti veskjasafns Birgittu Lífar sem hleypur á milljónum og er óhætt að fullyrða að fáir Íslendingar státi af jafn glæsilegu safni.

Hér getur að líta brot af safni og listaverði veskja Línu og Gumma. En það er vert að benda á að parið er ekki aðeins hrifið af lúxustöskum heldur einnig skóm, treflum og öðrum merkjavörum.

Louis Vuitton – Pochette Metis – 297 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Hér er Lína aftur með Luis Vuitton töskuna og Gummi er með tösku frá Balenciaga.

Balenciaga – Everyday XS Camera Bag – 128 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Fendi – Brown leather pouch – 109 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Hér gefur Lína Birgitta tösku frá Yves Saint Laurent gagnrýni.

Yves Saint Laurent – College Medium In Quilted Leather – 300 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Allar töskurnar á þessari mynd hér að neðan kostuðu samanlagt um 717-790 þúsund krónur

Ferðatöskurnar eru hvor um sig á bilinu 147-184 þúsund krónur. Snyrtitaskan er um 127 þúsund krónur og listaverð Yves Saint Laurent töskunnar er 300 þúsund krónur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Saint Laurent – Rive Gauche canvas tote – 125 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Balenciaga trefillinn sem Lína Birgitta er með á myndinni kostar um 67 þúsund krónur. Lína og Gummi eiga sama trefill í tveimur öðrum litum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Gucci – GG Marmont Shoulder Bag Velvet Fuchsia – 184 þúsund krónur

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ingunn Lára selur slotið – „Besta heimilið sem verður erfitt að kveðja“

Ingunn Lára selur slotið – „Besta heimilið sem verður erfitt að kveðja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveinn Hjörtur var orðinn 200 kílógrömm og nánast hættur að geta gengið

Sveinn Hjörtur var orðinn 200 kílógrömm og nánast hættur að geta gengið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV eftir 25 ára starf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK

Siggi Gunnars sló í gegn á NRK