fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Þetta óttast karlar og konur mest í kynlífi

Fókus
Föstudaginn 16. apríl 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert óeðlilegt að finna fyrir kvíða fyrir samfarir. Það felst töluverð nánd í kynlífi þar sem þú ert bókstaflega að bera þig fyrir annari manneskju. Það er líka svo margt sem getur farið úrskeiðis.

Hvað ef þið passið ekki saman kynferðislega? Hvað þið finnið ekki rétta taktinn? Hvað ef, hvað ef.

Samkvæmt nýrri könnun sem Metro greinir frá voru konur og karlar spurð um helstu áhyggjur þeirra fyrir kynlíf.

10 helstu áhyggjur kvenna

  • Að kynlífið valdi vonbrigðum
  • Að honum lítist ekki á líkama minn, sérstaklega brjóstin.
  • Er ég búin að snyrta bikinílínuna og raka lappirnar?
  • Að lenda í því að sofa hjá í ömmu nærbuxum
  • Að ég fái það ekki
  • Að það komi einhver vandræðaleg hljóð í kynlífinu
  • Að hann muni vilja munnmök
  • Að einhver trufli okkur
  • Að það braki í rúminu eða höfuðgaflinn rekist í vegginn
  • Að ég standist ekki samanburðinn við hans fyrrverandi.

 

10 helstu áhyggjur karla

  • Að þetta taki of snöggan tíma
  • Að hún fái það ekki
  • Að ég sé með karla-brjóst (e. man boobs) eða að ég sé ekki í formi
  • Að ég sé ekki með nægilega stórt typpi
  • Að hún sé að gera sér upp fullnægingu eða þykjast njóta sín
  • Að áfengi hafi áhrif á getu mína
  • Að það braki í rúminu eða höfuðgaflinn rekist í vegginn
  • Að ég sé andfúll
  • Að einhver trufli okkur.

Í þessari könnun kom einnig fram að 78% kvenna og 62% kvenna upplifi áhyggjur eða kvíða áður en þau sofa hjá nýjum rekkjunaut í fyrsta sinn.

Þá er samt gott að muna að æfingin skapar meistarann og þó að fyrsta skiptið með einhverjum standi ekki undir væntingum þá má líta á það sem kennslustund og reyna að forðast sömu mistökin næst, það er að segja ef það verður eitthvað næst. Það má kannski bara líta á fyrsta skiptið sem nokkurs konar æfingarrennsli, general prufu. Það er nú ekkert óvenjulegt að æfa sig fyrir stóra sýningu. Ætti kynlíf að vera eitthvað öðruvísi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar