fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu

Fókus
Laugardaginn 10. apríl 2021 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið púður hefur farið í það í gegnum árin að rannsaka fullnægingu karlmanna á meðan fullnæging kvenna hefur fengið að sitja á hakanum.

Fullnæging kvenna er því oft svipuð dulúð og ganga um hana margar mýtur, sögusagnir og oft er hún sárlega misskilin.

Það er vel þekkt að sumar konur eigi erfiðara en aðrar með að fá það og óttast þær margar að eitthvað sé að þeim. Hins vegar gæti verið að lausnin á þeim vanda sé ekki eins dularfull og ómöguleg og margir gætu talið.

The Independent leitaði til kvensjúkdómalæknis og kynlífssérfræðings og fékk þá til að nefna sjö ástæður sem gætu lægið á bak við það að konur eigi erfitt með að klára.

1 Áfengi 

Of mikið áfengi getur haft áhrif á blóðflæðið til snípsins. En það er snípurinn sem verður til þess að flestar konur fá fullnægingu, eða það er örvun snípsins. Svo ef blóðflæðið þangað er skert, þá er erfiðara að ná fram fullnægingu.

Reykingar geta haft svipuð áhrif. Svo ef þú ert að eiga erfitt með að fá það þá gæti gagnast að skoða hvort að áfengi eða reykingar geti spilað þar inní.

2 Samskipti 

Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga í góðum samskiptum við bólfélagann. Hugsanalestur er því miður ekki til og því þarf að nota orðin sín til að útskýra fyrir meðleikara hvað þér finnst gott og hvað þér finnst ekki gott. Þetta er algjört lykilatriði þegar kemur að góðum samförum og fullnægingum.

Kate Moyle, kynlífssérfræðingur, segir að samskiptin verði líka að vera á jákvæðum nótum.

„Það er best að nálgast þetta umræðuefni með jákvæðu hugarfari, án þess að dæma og vera hvetjandi. Ekki segja bara „Þú ert ekki að gera þetta rétt,“ segðu frekar „Mér fannst gott þegar þú gerðir þetta, getum við gert það aftur?“. Eins er gott að vera skýr beinskeyttur frekar heldur en að tala undir rós. Gefðu nákvæmar leiðbeiningar sem auðvelt er að fylgja, eða sýndu þeim hvað þér finnst gott með því að leiðbeina þeim með höndunum.“

3 Neikvæð líkamsímynd

Það getur haft mikil áhrif ef þér líður illa í eigin líkama og þessi áhrif geta birst í samlífinu. „Þetta getur komið í veg fyrir að við náum að njóta,“ segir Moyle. „Þessar neikvæðu hugsanir koma í veg fyrir að við náum að sleppa fram af okkur beislinu og einbeitt okkur að því að njóta“

4 Heilsufar 

Það geta verið læknisfræðilegar ástæður að baki því að þú náir ekki að fá fullnægingu. Til dæmis getur MS-sjúkdómurinn haft áhrif samkvæmt kvensjúkdómalækninum Shree Datta. Aukaverkun lyfja getur einnig haft áhrif, svo sem þunglyndislyf og ofnæmislyf. Ef þú telur að þau geti verið að hafa áhrif á fullnæginguna þína þá er um að gera að ræða það við lækninn þinn og gá hvort hægt sé að aðlaga skammtastærðir eða mögulega skoða önnur lyf sem ekki hafa þessi áhrif.

5 Kynferðisleg örvun

Ein einfaldasta ástæða þess að þú ert ekki að fá það í kynlíf er að þú ert ekki að fá næga örvun, eða ekki réttu örvunina. Þetta er líkleg algengasta ástæðan samkvæmt Moyle.

„Þó að við séum öll líffræðilega svipuð þá eru samt allir líkamar sérstakir og svo höfum við líka ólíkar þarfir og langanir. Besta leiðin til að finna út hvað virkar fyrir þig er að leyfa þér að kanna líkamann þinn. Þetta snýst heldur ekki bara um kynfærin þín heldur allan líkamann til að byggja upp unað og nautn.“

Margar konur eiga jafnframt erfitt með að fá fullnægingu ef örvun er bara að eiga sér stað í gegnum leggöngin. Snípurinn skiptir oft mun meira máli.

Forleikur skiptir einnig miklu, sem og stellingar. Sumar kynlífsstellingar gefa þér færi á að gæla við þig sjálf á meðan á samförum stendur og það gæti verið einmitt leynihráefnið sem þig vantar.

6 Félagslegur þrýstingur

Félagslegur þrýstingur á borð við stress, fjárhagserfiðleika, erfiðleika í vinnu og þar eftir götum geta haft áhrif á getu þína til að fá fullnægingu samkvæmt Datta.

„Undir þetta falla einnig sambandserfiðleikar, einkum ef það skortir traust eða ef það er einhver undirliggjandi spenna sem ekki hefur verið tekið á.“

Þá gæti verið tilefni til að leita til sambandsráðgjafa eða kynlífsráðgjafa til að leiðbeina þér og bólfélaganum í gegnum erfiðleikana.

7 Andleg heilsa

Andleg heilsa þín skiptir máli þegar kemur að fullnægingu. „Til dæmis ef þú glímir við þunglyndi eða kvíða þá gætir þú átt erfiðara með að fá það,“ segir Datta.

Ef þú telur þetta eiga við þig þá er um að gera að leita til læknis, sálfræðings sem geta hjálpað þér að takast á við veikindin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“