fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Edda segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Birgittu – „Þetta átti ekki að koma þannig út“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 11:00

Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óskarsverðlaunamynd í uppsiglingu,“ sagði Siffi G, einn vinsælasti Twitter-notandi Íslands, á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi en óskarsverðlaunamyndin svokallaða sem um ræðir er „drama“ á milli tveggja íslenskra áhrifavalda, Eddu Falak og Birgittu Líf.

Það er best að byrja þessa sögu eins og flestar aðrar, á byrjuninni. Málið hófst nefnilega með texta sem Edda Falak, CrossFit-stjarna og einkaþjálfari, setti á Instagram í gær. Edda nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er með yfir 23 þúsund fylgjendur á miðlinum.

Edda var að svara skilaboðum frá fylgjanda sem sagði að það væri skrýtið að hún væri að „drulla yfir“ Ísey skyrbar, en Edda fór ófögrum orðum um matsölustaðinn fyrr um daginn í Instagram Story.

„Held að fólk vilji frekar sjá eins og heimilið þitt og fötin þín og svona frekar en að drulla yfir annað fólk og matsölustaði,“ skrifaði fylgjandinn í einkaskilaboðum til Eddu.

Þessu svaraði Edda og sagðist aldrei ætla að hætta að vera hreinskilin. „Mjög einlægt og krúttlegt en mér gæti ekki verið meira sama um hvort Ísey skyrbar sé í sárum þar sem ég fékk galið lélega þjónustu og vonda skál,“ sagði Edda. „Ég mun aldrei hætta að vera hreinskilin en ef þú vilt skoða einhverja Omaggio vasa og Balenciaga peysur þá ráðlegg ég þér að hoppa yfir á Lindu Ben eða Birgittu Líf because they maybe more your type and doing pretty things.“

Svaraði fyrir sig

Birgitta Líf Björnsdóttir er áhrifavaldur og erfingi World Class veldisins. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram með rúmlega 24 þúsund fylgjendur. Hún er einnig í samstarfi við fyrirtæki eins og Nike, 66° Norður og kampavínsframleiðandann Moet.

Ljóst er að Birgitta Líf hafi tekið eftir þessum texta sem Edda birti en fljótlega birti hún myndband á Instagram-síðunni sinni þar sem hún gerði grín að orðum Eddu. „Daglega gym peppið fyrir þá sem followa mig bara fyrir omaggio og balenciaga,“ skrifaði Birgitta með myndbandinu sem sýndi hana í ræktinni að rífa í þung lóð.

Fljótlega eftir það birti Edda ný myndbönd á Instagram-síðunni sinni þar sem hún fór yfir málið og sagði að hún hafi ekki ætlað að gera lítið úr Birgittu með því sem hún sagði. „Þetta átti alls ekki að koma þannig út eins og ég væri að gera lítið úr henni. Hún var tekin inn í þetta bara vegna þess að ég skrifaði Balenciaga og ég sá hana einhvern tíma pósta mynd af sér í Balenciaga fötum, sem er bara næs merki skilurðu,“ segir Edda.

„Allavega þetta átti ekki að koma þannig út, ég væri ekki að followa Birgittu nema mér fyndist hún „hellað“ nett.“

Blaðamaður reyndi að hafa samband við Eddu og Birgittu Líf en hvorug þeirra svaraði. Þær Birgitta og Edda sendu þó báðar skilaboðin sem blaðamaður sendi á hvora aðra og hlógu saman að þeim. Í skilaboðunum var blaðamaður að óska eftir athugasemd eða viðtali vegna málsins.

Af skilaboðunum sem fara á milli þeirra Eddu og Birgittu virðist vera sem stríðsöxin hafi verið grafin. Þó gæti vel verið að stríðsöxi gagnvart blaðamanni og fjölmiðlum yfir höfuð hafi verið tekin upp í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“