fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Fókus

Myndbrot úr endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Hrúta frumsýnt

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. júní 2020 10:26

Ástralska útgáfa Hrúta, Rams, verður senn frumsýnd. mynd/skjáskot af trailer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurgerð verðlaunakvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrútar, verður senn frumsýnd og hefur framleiðendur áströlsku útgáfu myndarinnar Rams birt sýnishorn úr myndinni.

Myndin fjallar um bræðurnar Gumma og Kidda, sauðfjárbændur og nágranna í afskekktum norðlenskum dal. Fjárstofn bræðranna er eftirsóknarverður og hrútarnir margverðlaunaðir. Þrátt fyrir að deila landi og starfi talast bræðurnir ekki við og hafa ekki gert í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og yfirvöld ráðast í niðurskurð sauðfjár til að hefta útbreiðsluna þurfa bræðurnar að grípa til sinna ráða.

Mynd Gríms var frumsýnd í maí 2015 á kvikmyndahátíðinni í Cannes og hlaut þar Un Certain Regard verðlaunin. Sigurgöngu myndarinnar var þó hvergi nærri lokið og var hún sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim.

Framleiðsla áströlsku útgáfu myndarinnar er lokið og líður því senn að frumsýningu. Myndin skartar leikörunum Sam Neill úr Jurassic Park, Miranda Richardson og Michael Caton.

Ástralía er eins og frægt er þekkt fyrir sauðfjárrækt og dreifbýlar víðáttur og því hæg heimatökin að yfirfæra tragíkómíska senu bræðradeilunnar yfir á ástralskan raunveruleika. Sýnishornið er hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“

Vikan á Instagram: „Erfitt að vera Kim Kardashian fjölskyldunnar“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“

„Þá byrjar einhver atburðarás sem líkist martröð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó

Jóhannes Kr. og Sölvi um símtölin eftir að dóttir Jóhannesar dó
Fókus
Fyrir 1 viku

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“

Jói Haukur um Eurovision-myndina – „Þetta er meistaraverk“