fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Hvað er svona merkilegt? Karlakvöld Bókabæjanna: Konur velkomnar!

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið árlega málþing Bókabæjanna austanfjalls fer fram í Tryggvaskála á Selfossi kl. 19:00 þann 7. mars næstkomandi. „Síðasta málþing bar yfirskriftina Kerlingabækur og sneri að meintum kvennabókmenntum, en nú beinum við sjónum að hinu kyninu og helgum þessa kvöldstund karlabókmenntum,“ segir Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur og stjórnarkona í Bókabæjunum, en Harpa er jafnframt annar kynnir kvöldsins.

Harpa Rún Kristjánsdóttir.

En hvað eru karlabókmenntir?

„Við erum ákaflega spennt að kynna þetta viðfangsefni fyrir áheyrendum og munum gera okkur far um að nálgast hugtakið úr ýmsum áttum. Þetta viðfangsefni er nefnilega mjög áhugavert í bókmenntalegu samhengi því karlarnir eru í raun orðnir mjög fyrirferðalitlir í dag í bókmenntunum, eins og það er í rauninni stutt síðan konur voru að brjótast inn í bókmenntaheiminn. Þegar við héldum kvennabókmenntamálþing í fyrra var enginn sem spurði: „Bíddu hvað eru kvennabókmenntir?“ Það var frábær mæting enda eru það aðallega konur sem mæta á viðburðina okkar. Þess vegna langaði mig að halda karlakvöld, bæði til að þjóna jafnréttinu en líka til að fá karlana til að koma með. Þegar við fórum að auglýsa þetta þá heyrðust allt í einu mjög háværar raddir sem spurðu hvað karlabókmenntir séu og hvað við ætlum eiginlega að fjalla um. Margir hafa sagt að þetta sé alveg vonlaust og það muni engir karlar koma,“ segir Harpa sem er þó handviss að þarna verði margt um manninn.

Sannkölluð veisla fyrir bókmenntaunnendur

„Það verður ýmislegt af skemmtilegum atriðum, fyrirlestrum og tónlistarflutningi á dagskrá. Þetta verður áhugaverð og skemmtileg kvöldstund þar sem menn og konur munu fræðast jafnt sem hafa gaman. Við verðum með flotta fyrirlesara á karlakvöldinu. Ásta Kristín og Einar Kári ætla að fjalla um karlmennskukomplexa Elíasar Mar og karlmennsku í íslenskum stríðsbókum. Svo verður boðið verður uppá bæði tónlist og leiklist. Bræðurnir Gústav og Ólafur Stolzenvald flytja kontrakvæði með karlmennskuívafi. Svo verður sýnt brot úr leikritinu Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson.
Hallgrímur Helgason.
Að lokum verður sest að pallborði, en þau Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Harðarsson, Hallgrímur Helgason og Ragnar Jónasson munu sitja fyrir svörum. Þau munu, ásamt gestum, velta fyrir sér hugtakinu karlabókmenntir, í samhengi við sín verk og annarra.“
Auður Ava Ólafsdóttir.

Tónlist:
Köttur í vanskilum, bræðurnir Gústav og Ólafur Stolzenvald, flytja kontrakvæði.

Fyrirlestrar:
„Ofdýrkun karlmennskunnar“. Elías Mar og karlmennskukomplexar eftirstríðsáranna.
Ásta Kristín Benediktsdóttir doktorsnemi í íslenskum bókmenntum.

Áhrif Undir fána lýðveldisins á karlmennsku í íslenskum stríðssögum.
Einar Kári Jóhannsson M.A. í almennri bókmenntafræði.

Leiklist:
Ingólfur Arnarsson og Álfheiður Østerby flytja brot úr uppfærslu Leikfélags Ölfuss á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson.

Pallborðsumræður:
Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Harðarson, Hallgrímur Helgason og Ragnar Jónasson sitja í pallborði og ræða hugtakið „karlabókmenntir“ við spyrla og gesti.

Ragnar Jónasson.
Bjarni Harðarson.

Kaffi og konfekt verður í boði Bókabæjanna og barinn er opinn.

Kynnar kvöldsins verða Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Özur Snorrason.

Húsið opnar 18:30 en dagskrá byrjar kl. 19:00.
Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir – í fyrra var þröngt á þingi og því um að gera að mæta snemma. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Í gær

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt

Glamúrmorðinginn sem ljósmyndaði fórnarlömb sín á hryllilegan hátt