fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Hafþór Júlíus hótaði Tinnu – „Ég læt ekki þagga niður í mér“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum í gær og dag hefur komið fram að kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, fól lögmanni sínum að lögsækja minnst tvær konur færu þær ekki að kröfu hans um að fjarlægja ummæli sín um Hafþór.

Um er að ræða athugasemdir sem konurnar skrifuðu við mynd á Instagram leikkonunnar Sofiu Vergara, en á myndinni er Vergara ásamt Hafþóri Júlíusi og mökum þeirra. Nokkrar konur tóku sig til og skrifuðu athugasemdir um að Hafþór Júlíus væri ofbeldismaður, óljóst er hins vegar hversu margar þar sem einhverjar hafa tekið athugasemd sína út, og einhverjar þeirra eftir bréf sem lögmaður Hafþórs Júlíusar, Ólafur Valur Guðjónsson, sendi konunum.

https://www.instagram.com/p/Bs1jsaSAkZp/?utm_source=ig_embed

Fréttablaðið greindi fyrst frá, en aðrir miðlar, þar á meðal DV hafa einnig fjallað um málið.

Sjá einnig: Hafþór Júlíus hyggst lögsækja konur vegna ærumeiðinga

Ein þessara kvenna er Tinna Haraldsdóttir meistaranemi í kynjafræði, hefur hún eytt upprunalegri athugasemd sinni, en skrifað aðra óræðari í staðinn, sem fær að standa.

„Ég skal samþykkja það að þessi fyrstu ummæli mín voru mjög beinskeytt og það eru lög í landinu gegn því, ég tek því. Á sama tíma ætla ég alls ekki að láta hræða mig í einhverja þöggun gagnvart meintum ofbeldismanni. Ég ætla ekki að eyða þessum kommentum og þegja. Ég stend alltaf með brotaþolum, meintum eða ekki.” segir Tinna í samtali við Nútímann, en Tinna hefur verið áberandi í feminískri baráttu sinni undanfarin ár.

Hyggst Tinna leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og hefur einnig birt yfirlýsingu á Instagram og Twitter þess efnis. Segist hún hafa ákveðið að taka slaginn undir nafni, en um leið virða nafnleysi hinna kvennanna.


„Druslugangan 2018. Skiltið mitt segir „Ég trúi þér.“

Í gær fékk ég (ásamt fleiri) bréf frá lögmanni þar sem krafist var að ég fjarlægði athugasemd á Instagram. Athugasemdin var um ætlaðan ofbeldismann. Mann sem er ætlaður ofbeldisfullur og hafa fyrrum kærustur hans fjallað um ætlað ofbeldi af hans hálfu og ætlað kynferðislegt ofbeldi af hans hálfu í viðtölum. Okkur var sagt að ef við fjarlægðum ekki ummælin þá yrðum við lögsóttar.

Maðurinn sem er hinn ætlaði ofbeldismaður er Hafþór Júlíus, Fjallið. Hann er þekktur kraftajötunn og leikari.

Ég fjarlægði athugasemdina og ég mun framvegis vera varkárari í orðavali þegar ég tala um ætlaða ofbeldismenn.

Ég mun hins vegar ekki láta þagga niður í mér. Og ég mun aldrei nokkurn tíma hætta að trúa fórnarlömbum ofbeldis. Ég stend með þér. Ég trúi þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“