fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Vala Kristín glímdi við átröskun: „Þetta varð þráhyggja“

Fókus
Fimmtudaginn 24. október 2019 12:03

Vala Kristín er andlit Arion Banka. Mynd: YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir hefur slegið í gegn á landinu undanfarin ár. Hún fer með hlutverk í þáttunum Venjulegt fólk á Sjónvarpi Símans. Vala Kristín er nýjasti gestur Stefáns Árna í Einkalífinu á Vísi.

Vala Kristín segir frá því hvernig hún glímdi við átröskun á sínum yngri árum. Hún glímdi einnig við kvíða og þunglyndi og segir þessa reynslu hafa mótað hana sem manneskju.

Hún segir að þegar hún hugsar til baka þá hugsar hún að þetta hafi snúist um að ná stjórn á lífinu.

„Það voru aðrar áskoranir í mínu lífi sem ég hafði enga stjórn á. Mín átröskun var þannig að þetta var ég að reyna stjórna einhverju. Ég stjórna ekki umhverfinu mínu en ég stjórna eigin líkama. Við þetta blandast hugmynd um fegurð, samkeppni og samskipti kynjanna um að vera flottur,“ segir Vala Kristín.

Hún segir að þetta hafi þróast og hafi orðið að ótrúlega miklum kvíða og stjórnsemi gagnvart mat og holdafari sem hafi tekið yfir stóran kafla af lífi hennar. Þrátt fyrir það segist hún hafa verið „mjög fúnkerandi“ og hafi notið lífsins „upp að miklu marki.“

Það er kannski vegna þessa að hún hafi verið lengi að leita sér hjálpar, því hún taldi vandamálið ekki vera nógu stórt.

„Mér fannst þetta ekki nógu mikið vandamál, þetta var ekki nógu mikil átröskun eins og hugmyndirnar sem ég hafði um átröskun. Ég fór ekki í svelti og var ekki rúmliggjandi út af þessu eða eitthvað svona,“ segir hún.

Vala Kristín segist hafa búið til mjög strangar reglur gagnvart mat sem urðu sífellt strangari. „Ég borðaði ótrúlega lítið og bara ákveðinn mat. Þetta varð bara þráhyggja.“

„Sem betur fer ranka ég einhvern tíma við mér og hugsaði bara heyrðu mér finnst þetta ekki gaman. Þetta er ekki gaman og þetta gefur mér ekkert,“ segir Vala Kristín og lýsir því hvernig hún horfði á vini sína borða pítsu og vera hamingjusama.

Þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið
Fókus
Fyrir 1 viku

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum

Minning um köttinn Jón Stúart: Hafði meiri áhuga á páskaungum en hugvísindum
Fókus
Fyrir 1 viku

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist

Andstæðingur Fjallsins gerði 100 uppsetur á hverjum degi í mánuð og þetta gerðist
Fókus
Fyrir 1 viku

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp

Varð hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp
Fókus
Fyrir 1 viku

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“