fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Björn Bragi: „Fólk hringdi í mig og: „Jæja þá er Björn Bragi búinn að drepa sig“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 13:00

Björn Bragi Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson er kominn aftur fram í sviðsljósið, eftir að atvik tengt honum og unglingsstúlku á Akureyri tröllreið öllum samfélags- og fjölmiðlum í lok síðasta árs.

Um er að ræða uppistand hans með hópnum Mið-Ísland, sem er nú boðið upp á í Þjóðleikhúskjallaranum, en hópurinn hefur staðið fyrir um 400 sýningum í heildina og hefur Björn Bragi lengst af verið hluti af hópnum og verið mjög vinsæll, auk þess að sjá um uppistand og veislustjórn einn og sér.

En hvernig snúa menn aftur eftir svona atvik? Jú klárlega með því að „henda sjálfum sér“ fyrir grínlestina, en Björn Bragi gerði stólpagrín að sjálfum sér.

Björn Bragi uppskar strax hlátrasköll: „Ég heyri á ykkur að þið sáuð mig síðast á miðlum á borð við Mbl, Vísi, DV, Eyjunni, Snapchat, Tinder, Instagram og Facebook.

Sama dag byrjaði Nova með nýjan og hræðilegan biðtón, með lagi Högna í Hjaltalín. „Sorglegasta lag sem samið hefur verið og fólk hringdi í mig og: „Jæja þá er Björn Bragi búinn að drepa sig.“

Segir hann að eftir að Íslandsbanki hafi afbókað hann hafi hann farið að fá fyrirspurnir frá alls konar nýjum stöðum, eins og Árneshreppi og Drangsnesi. „Þið vitið stöðum sem eru ekki með internet.“

Ofangreint er aðeins brot af uppistandi Björn Braga, en óhætt er að segja að það hafi slegið rækilega í gegn, en mikið var um fagnaðarlæti í salnum, hlátrasköll og klapp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“