fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Eflum sjálfstraust þeirra sem eru blautir á bak við eyrun á heilsubrautinni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Það er auðvelt fyrir okkur fjölvetrunga í járnabindingunum að pirrast yfir lömbunum sem ganga skjálfbeinótt um salinn nú í byrjun janúar.

Hnussa yfir ófrágengnum lóðum.
Flissa yfir nýstárlegum tilburðum í æfingum.
Pískra saman yfir léttum lóðum.
Rúlla augum yfir uppteknum tækjum.

Slíkt gerir ekki annað en að vekja upp vonleysi og hjálparleysi hjá grasrótinni.
Og þeir hrökklast út af þessum ógnvekjandi stað.
Með árskortið óbrúkað í flúnkunýju töskunni það sem eftir lifir árs.

Þetta var kannski sautjánda tilraun þeirra til að koma rækt í rútínu.
Það tók þá jafnvel marga daga að safna kjarki að ganga inn um rennihurðina.
Hræðslan við að gera sig að fífli tók hugann í gíslingu.

Fyrir marga eru þessi fyrstu spor ansi þung.

Margir hafa gleymt sínum fyrstu sporum í sölum ræktar.

Naglinn steig sín fyrstu skref í ræktarsal í september seint á síðustu öld.
Í upplituðum Kvennahlaupsbol frá 1996 og joggingbuxum af pabba.

Marineruð eftir óhóf í mat og drykk.
Mjöður í maga og transfita í æðum.
Ráfandi eins og villuráfandi rolla milli tækja.
Grýtti sér handahófskennt í maskínur
vissi ekki haus né sporð á virkni þeirra.
Endurtekningafjöldi tilviljunarkenndur.
Sett og hvíld óþekkt hugtök.

Eflaust var Naglinn mörgum reyndari járnrífingarmelum til mikils ama.

Það gildir einu hvort þú sért í mölétnum stuttermabol með upplituðu hljómsveitarnafni eða brakandi nýrri Under Armour spjör sem sýgur svitakirtlana þína.

Það gildir einu hvort þú sért með vogskorinn kvið eða mjúkan malla.
Það gildir einu hvort þú sprettir eins og gasella eða labbir á brettinu.

Liðugur eins og ballerína eða stirður eins og Pappírs Pési.

Öll höfum við sama markmið í ræktarsalnum.
Að bæta skrokk og sál.

Það er okkur vanaverum til stækkunar að efla sjálfstraust þeirra sem eru blautir á bak við eyrun á heilsubrautinni.

Gerum sporin þeirra á morgun léttari með samkennd og hjálparhönd.
Bjóðum aðstoð. Brosum til þeirra. Hrósum og hvetjum.

Þú gætir hjálpað þeim að festa heilsuhegðun í sessi og upplifa þar með dásemdir heilsulífsins.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina