fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tommi er sjötugur í dag – Drakk of mikið og skildi – Velgengnin lét bíða eftir sér: „Ég varð næstum gjaldþrota“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 20:00

Tommi fagnar sjötugsafmæli sínu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ólst upp hjá afa mín­um og ömmu, Lár­usi Fjeld­sted og Lovísu Fjeld­sted, þar til þau lét­ust sama dag­inn með nokk­urra klukku­stunda milli­bili þegar ég var 15 ára. Þau bjuggu lengi vel í Tjarn­ar­götu 33, húsi sem Hann­es Haf­stein byggði og er nú leik­skól­inn Tjarn­ar­borg,“ segir Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Hamborgarabúllunni í samtali við Morgunblaðið. Tommi er sjötugur í dag, en hann fæddist þann 4. apríl árið 1949 í Reykjavík.

Edrú í næstum 39 ár

Í greininni er farið yfir lífshlaup Tomma, en hann lærði matreiðslu á Loftleiðum og lauk þar námi árið 1971. Hann útskrifaðist með verslunarpróf frá Verzlunarskóla Íslandi ári síðar, en fyrsta reynslan af rekstri kom í október árið 1973 þegar að Tommi keypti Matarbúðina. Hana rak hann í hálft ár. Seint á áttunda áratug síðustu aldar flutti Tommi til Miami í Flórída í Bandaríkjunum með fjölskyldunni. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í veitingastjórnun frá Florida International-háskólanum í júní árið 1979.

Tommi er í flottu formi.

„Ég skildi í fram­hald­inu, en ég drakk of mikið. Ég fór í meðferð í júní 1980 og hef því verið edrú í næst­um 39 ár,“ segir Tommi, en hann er þríkvæntur. Fyrr­ver­andi eig­in­kon­ur hans eru Jóna Guðlaug Ingva­dótt­ir, fædd 27. maí 1950, Helga Bjarna­dótt­ir, fædd 7. des­em­ber 1959, og Lauf­ey Jó­hann­es­dótt­ir, fædd 1. janú­ar 1966. Tommi á synina Ingva Tý, fæddur 1968 og Tómas Áka, fæddur 1974, með Jónu, dótturina Melkorku Katrínu, fædd 1995, með fyrrverandi sambýliskonu sinni Ingibjörgu Pálmadóttur og dótturina Úlfhildi með Laufeyju.

Biðin eftir Kringlunni dró dilk á eftir sér

Síðan lá leiðin heim til Íslands og Tommi hjálpaði vini sínum að opna hamborgarastaðinn Winni’s árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar, í mars árið 1981, opnaði Tommi Tommaborgara.

„Ég rak staðinn í þrjú ár og seldi yfir millj­ón ham­borg­ara. Ég seldi staðinn og flutti til Kali­forn­íu og æfði í Gold’s Gym til að fá nýjar hug­mynd­ir. Ég hitti Isaac B. Tigrett, stofn­anda Hard Rock Cafe, í New York á þess­um tíma og skrifaði und­ir samn­ing í septem­ber 1984 um að opna Hard Rock Cafe á Íslandi.“

Hard Rock Cafe átti að vera í Kringlunni, sem á þessum tíma var ekki tilbúin. Á meðan Tommi beið eftir að verslunarmiðstöðin kláraðist opnaði hann skyndibitastaðinn Sprengisand árið 1985. Það gekk ekki sem skildi.

Tommi ber aldurinn vel.

„Ég varð næst­um gjaldþrota á því og ég og þáver­andi eig­in­kona mín, Helga Bjarna­dótt­ir, bjugg­um á skrif­stof­unni í þrett­án mánuði og unn­um all­an sól­ar­hring­inn við að koma Hard Rock Cafe á lagg­irn­ar. Það tókst en Helga hafði líka opnað með mér Tomma­borg­ara og var í raun lyk­ill­inn að vel­gengni þess­ara tveggja staða.“

Tekur 100 kíló í bekk

Tommi opnaði Glaumbar og Ömmu Lú árið 1990. Árið 1992 keypti hann Hótel Borg. Eftir mörg ár í rekstri ætlaði hann að setjast í helgan stein árið 2003, „en upp­götvaði að ég væri nærri eigna­laus eft­ir all­an þenn­an tíma svo ég ákvað að opna aft­ur ham­borg­arastað og kallaði hann Ham­borg­ara­búllu Tóm­as­ar.“

Búllan hefur vakið lukku.

Fyrsta Hamborgarabúlla Tómasar opnaði árið 2004 og nú eru staðirnir sjö á Íslandi og ellefu í Evrópu. Athygli hefur vakið í hve góðu formi Tommi er, en hann segist lyfta hundrað kílóum í bekkpressu á góðum degi.

„Svo eyði ég mikl­um tíma í að leysa sudoku- þraut­ir, það skerp­ir hug­ann. Ég er líka alltaf með aug­un opin ef mér skyldi detta eitt­hvað spenn­andi í hug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“