Föstudagur 13.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku – Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka.

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku

Stöðug fjölgun umsókna um styrki til þýðinga á íslensku

Heildarfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku á árinu var alls 93, sem er nokkur aukning frá 2017, þegar heildarfjöldinn var samtals 87. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, ef frá er talið árið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki á árinu öllu.

Viljum lesa nýjar erlendar bækur í íslenskri þýðingu 

Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera fyrir stuttu kemur fram að 79.1% landsmanna finnst mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Það er greinilega mikil eftirspurn eftir þýddum bókum enda hefur heildarúthlutun til þýðinga á íslensku aldrei verið hærri, eða tuttugu milljónir.

Þýtt úr ensku, þýsku, spænsku, kínversku, ítölsku, frönsku, arabísku o.fl.

Hlutverk þýðenda erlendra bókmennta á íslensku er afar mikilvægt því þeir gera lesendum kleift að lesa erlendar bækur á móðurmálinu og opna þannig glugga til annarra menningarheima. Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru flestir þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Þýtt verður úr ensku, þýsku, spænsku, kínversku, ítölsku, frönsku, arabísku og fleiri tungumálum.

Ray Bradbury

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

 • Great Expectations eftir Charles Dickens í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Útgefandi: Forlagið
 • Smásögur heimsins IV – Afríka eftir Ben Okri, Chimamanda Adichie, Nadine Gordimer, Zoe Wicomb, Yusuf Idris o.fl., ritstj. Jón Karl Helgason, Kristín G. Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Ýmsir þýðendur. Útg. Bjartur
 • Emra’a enda noktat el sifr eftir Nawal El Saadawi í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Útgefandi: Angústúra
 • Qaanaaq eftir Mo Malö í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Útgefandi: Drápa
 • Lacci eftir Domenico Starnone í þýðingu Höllu Kjartansdóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
 • Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury í þýðingu Þórdísar Bachmann. Útgefandi: Ugla útgáfa
 • Um hernaðarlistina, höf. óþekktur, ritstj. Jón Egill Eyþórsson og þýðandi Geir Sigurðsson. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Where the World Ends eftir Geraldine MacCaughrean í þýðingu Sólveigar Sifjar Hreiðarsdóttur. Útgefandi: Kver bókaútgáfa
 • Never Never 1-3 eftir Colleen Hoover og Tarryn Fisher í þýðingu Heiðu Þórbergsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan
Geraldine MacCaughrean
Nawal El Saadawi
Domenico Starnone

Mikilvægt að styðja við barna- og ungmennabækur 

Börn og ungmenni þurfa að hafa aðgang að fjölbreyttum og spennandi bókum og leika þýðendur mikilvægt hlutverk í að tryggja aðgengi þeirra að góðu erlendu lesefni á íslensku. Umsóknir um styrki til þýðinga barna- og ungmennabóka voru alls 22 í þessari úthlutun og nú voru í annað sinn veittir styrkir til þýddra, vandaðra, myndríkra barna- og ungmennabóka og bárust 17 umsóknir.

Meðal myndríkra barna- og ungmennabóka sem hljóta styrki nú eru:

 • The Wizards of Once. Twice magic eftir Cressida Cowell í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Útgefandi: Angústúra
 • Justice League of America eftir Grant Morrisson, Ruben Diaz, Mark Millar og Dan Raspler. Myndhöfundar: Howard Porter, Oscar Jimenez, Ariel Olivetti og Don Hilmsman. Þýðandi: Haraldur Hrafn Guðmundsson. Útgefandi: Nexus afþreying ehf.
 • The Polar Bear eftir Jenni Desmond í þýðingu Maríu S. Gunnarsdóttur. Útgefandi: Litli sæhesturinn
 • Mein Lotta-Leben eftir Alice Pantermüller, myndhöfundur Daniela Kohl, í þýðingu Herdísar M. Hübner. Útgefandi: BF-útgáfa
Cressida Cowell

Heildarúthlutun á árinu 2018 til þýðinga á íslensku var 20 milljónir króna til 50 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember. Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2018, sem og fyrri ár, má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Þetta blasti við þegar hann ætlaði til vinnu á Akureyri í morgun

Mynd dagsins: Þetta blasti við þegar hann ætlaði til vinnu á Akureyri í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alma Geirdal og Guðmundur trúlofuð

Alma Geirdal og Guðmundur trúlofuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjörtur Sævar: „Ekki fara fullur á Facebook“

Hjörtur Sævar: „Ekki fara fullur á Facebook“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Office-stjarnan Rainn Wilson gerir lítið úr Stjörnu-Sævari – „Whatever dude“

Office-stjarnan Rainn Wilson gerir lítið úr Stjörnu-Sævari – „Whatever dude“