fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Kári Egilsson hlýtur hvatningarverðlaun ASCAP

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Egilsson píanóleikari, sem er 16 ára gamall, hlaut í gærkvöldi hvatningarverðlaun ASCAP, samtaka tónskálda í Bandaríkjunum.

Verðlaunin eru veitt í nafni Desmond Child, „ASCAP foundation Desmond Child Anthem Award,“ og eru veitt upprennandi tónskáldi eða lagahöfundi.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Lincoln Center í New York í gær. Kári var einn af fáum sem lék við athöfnina, en hann lék eigið lag, Crosswinds.
Mynd: Egill Helgason
Kári ásamt Desmond Child og Paul Williams. Mynd: Egill Helgason
 
Foreldrar Kára, Egill Helgason fjölmiðlamaður, og Sigurveig Káradóttir, voru viðstödd athöfnina, sem fór fram fyrir fullu húsi í hinum glæsilega Appel sal að viðstöddu frammáfólki í tónlistarlífinu í Bandaríkjunum, lagahöfundum og tónskáldum.
 
„Þarna er ungt tónlistarfólk heiðrað, en líka eldra fólk, meðal annars Valerie Simpson sem samdi fullt af klassískum lögum, Ain´t No Mouuntain High Enough og fleiri.
Ascap eru hin risastóru samtök bandarískra lagahöfunda, svipað og Stef hérna á Íslandi, mjög voldugt batterí,“ segir Egill í samtali við DV.
Það var ævintýri að upplifa þetta, að sjá barnið sitt spila fyrir áhrifafólk í tónlistarlífi Bandaríkjana og þennan kröfuharða hóp, en honum var mjög vel fagnað. Hann var minnst stressaður sjálfur.

ASCAP verðlaunar árlega hóp útgefenda, lagahöfunda og tónlistarmanna, en á meðal þeirra sem hljóta verðlaun í ár eru höfundar lag Ed Sheeran, Shape of You, tónlistarkonan Lana Del Rey og sænski „popp-Mídasinn“ Max Martin, en hann hefur samið fjölda laga fyrir Backstreet Boys, N*Sync, Christinu Augileru og Pink, svo aðeins nokkrir séu nefndir.

Bandaríski lagahöfundurinn Desmond Child fær aðalverðlaunin fyrir langan og farsælan feril hans. Á ferilskrá hans eru smellir eins og You Give Love a Bad Name með Bon Jovi, I Was Made For Loving You með Kiss og Poison með Alice Cooper.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana